200 mega koma saman 25. maí

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Ljósmynd/Lögreglan

200 mega koma saman í næstu skrefum í afléttingum á samkomutakmörkunum, sem verða 25. maí. Þá verður hægt að opna líkamsræktarstöðvar með ákveðnum skilyrðum.

Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðna­son­ar sótt­varna­lækn­is á upp­lýs­inga­fundi al­manna­varna í dag vegna kór­ónu­veiru.

Líkamsræktarstöðvar mega þá frá 25. maí hafa helmingsfjölda gesta sem stöðin hefur leyfi fyrir inni hverju sinni. Stefnt er að því að stöðvar megi hafa hámarksfjölda gesta inni frá 15. júní.

Sama á við um sundstaði, nema sundlaugarnar opna 18. maí. Leiðbeiningar um sundstaði verða líklega sendar út á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert