200 mega koma saman 25. maí

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Ljósmynd/Lögreglan

200 mega koma sam­an í næstu skref­um í aflétt­ing­um á sam­komutak­mörk­un­um, sem verða 25. maí. Þá verður hægt að opna lík­ams­rækt­ar­stöðvar með ákveðnum skil­yrðum.

Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðna­son­ar sótt­varna­lækn­is á upp­lýs­inga­fundi al­manna­varna í dag vegna kór­ónu­veiru.

Lík­ams­rækt­ar­stöðvar mega þá frá 25. maí hafa helm­ings­fjölda gesta sem stöðin hef­ur leyfi fyr­ir inni hverju sinni. Stefnt er að því að stöðvar megi hafa há­marks­fjölda gesta inni frá 15. júní.

Sama á við um sundstaði, nema sund­laug­arn­ar opna 18. maí. Leiðbein­ing­ar um sundstaði verða lík­lega send­ar út á morg­un.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert