Vilja sex stunda vinnudag hjá ríki

00:00
00:00

Helstu áhersl­ur ASÍ vegna yf­ir­vof­andi efna­hags­lægðar eru að tryggja fram­færslu og hús­næðis­ör­yggi. „Ef við tryggj­um ekki fram­færslu, at­vinnu­ör­yggi fólks og hús­næðis­ör­yggi verður þessi kreppa miklu dýpri og miklu al­var­legri held­ur en hún þarf að vera,“ seg­ir Drífa Snæ­dal í sam­tali við mbl.is að lokn­um kynn­ing­ar­fundi á áhersl­um Alþýðusam­bands Íslands vegna kór­ónukrepp­un­ar sem er yf­ir­vof­andi.

Hún bend­ir á að margt megi læra af krepp­unni sem þjóðin gekk í gegn­um eft­ir fall bank­anna. „Það er einkum hús­næðis­ör­yggið. Það er að segja að við byggj­um gott og ör­uggt hús­næði til langs tíma fyr­ir fólk á sæmi­leg­um kjör­um þannig að hús­næðismarkaður­inn okk­ar sé ekki sveifl­ast til og frá eft­ir efna­hagn­um.“ Þar er miðað við að fólk greiði ekki meira en fjórðung tekna sinna í hús­næði.

Hins veg­ar hafi það sýnt sig að mikið mæddi á því starfs­fólki sem hafi verið gert að hlaupa hraðar í ástand­inu og taka á sig meiri byrðar. „Þá erum við að tala um þær stétt­ir sem vinna and­lega og lík­am­lega erfiðis­vinnu. Ekki síst hjá hinu op­in­bera,“ seg­ir Drífa og bend­ir á umönn­un­ar­stétt­ir og af­leiðing­in sé kuln­un í starfi sem hafi orðið of al­geng. Þarna vill hún að hið op­in­bera grípi inn í og stytti vinnu­dag­inn í sex tíma til að vernda hóp­inn en einnig til að halda at­vinnu­stig­inu uppi.     

Í mynd­skeiðinu er rætt við Drífu og Kristján Þórð Snæ­bjarn­ar­son, fyrsta vara­for­seta ASÍ, um áhersl­ur ASÍ. Meðal ann­ars er Kristján spurður út í hvort tíma­mörk eigi að vera á eign­ar­hlut rík­is­ins í fyr­ir­tækj­um sem fá aðstoð en eins og komið hef­ur fram legg­ur sam­bandið til að ríkið eign­ist hlut í þeim fyr­ir­tækj­um sem fá aðstoð upp á meira en 100 millj­ón­ir króna í ástand­inu.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert