„Play er að fara í loftið“

Frá kynningu flugfélagsins Play í nóvember.
Frá kynningu flugfélagsins Play í nóvember. mbl.is/Hari

Allir innviðir flugfélagsins Play eru klárir og fyrirtækið ekki síðri valkostur en Icelandair til að sjá um millilandaflug hérlendis. Þetta segir Skúli Skúlason, forstjóri Play, í viðtali við tímaritið Mannlíf í dag.

Hægar gekk að safna hlutafé en gert var ráð fyrir, en í desember lýstu forsvarsmenn félagsins því yfir að miðasala hæfist í janúar án þess að nokkuð yrði af því.

Ef marka má Skúla er þó félaginu ekkert að vanbúnaði nú, þ.e.a.s. ef ekki væri fyrir heimsfaraldur kórónuveirunnar. „Play er að fara í loftið. Það er alveg ljóst og bara spurning um dagsetningu. Hún ræðst svo bara aftur á ytri aðstæðum,“ segir Skúli.

Í viðtalinu staðfestir Skúli að viljayfirlýsingar hafi verið undirritaðar vegna leigu á þremur flugvélum. Þá standi til að „gera stærri hluti“. Segir hann að fundað hafi verið með fjársterkum aðilum síðustu misserin en vill ekkert gefa upp um hverjir það eru. Þá leggur hann áherslu á að í raun þurfi ekki fleiri hluthafa inn í félagið.

„Þessi hópur sem stendur að félaginu í dag hefur alveg burði til að keyra þetta áfram, hvort sem aðrir bætast svo við í hópinn eða ekki. Það er lykilatriði.“

Skúli Skúlason, stjórnarformaður og aðaleigandi Play, hefur komið að flugrekstri …
Skúli Skúlason, stjórnarformaður og aðaleigandi Play, hefur komið að flugrekstri í 25 ár. Hann var áður framkvæmdastjóri Bluebird Cargo. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert