Óvíst hvort einhver myndi fylla í skarð Icelandair

Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri.
Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Ef það verða ein­hverj­ar meiri hátt­ar breyt­ing­ar á rekstri Icelanda­ir þá mun það hafa áhrif á ferðaþjón­ust­una. Sann­ar­lega til skemmri tíma og jafn­vel til lengri tíma líka,“ seg­ir Skarp­héðinn Berg Stein­ars­son ferðamála­stjóri í sam­tali við mbl.is.

Skarp­héðinn hef­ur áhyggj­ur af stöðu Icelanda­ir og seg­ir flug­fé­lagið og leiðakerfi þess mjög mik­il­vægt fyr­ir upp­bygg­ingu og þróun ferðaþjón­ust­unn­ar hér á landi. Hann vill ekki ræða kjara­deilu Flug­freyju­fé­lags Íslands og Icelanda­ir en fylg­ist vel með henni enda mikið und­ir.

Komið hef­ur fram að lang­tíma­kjara­samn­ing­ar við flug­stétt­ir sé for­senda fyr­ir því að hægt sé að ráðast í fjár­hags­lega end­ur­skipu­lagn­ingu Icelanda­ir og að ljúka þurfi kjara­samn­ings­gerð fyr­ir hlut­hafa­fund sem fer fram 22. maí. Icelanda­ir hef­ur samið við bæði flug­menn og flug­virkja en ekki flug­freyj­ur.

Rúm­ast ekki inn­an hlut­verks Ferðamála­stofu

„Við höf­um enga sér­staka skoðun á ein­staka kjara­deil­um og það rúm­ast ekki inn­an okk­ar hlut­verks. En við á Ferðamála­stofu höf­um áhyggj­ur af stöðunni af því rekstr­araf­koma Icelanda­ir er ekki góð og fé­lagið á í fjár­hags­leg­um erfiðleik­um. Við vilj­um hag þess fyr­ir­tæk­is sem best­an því það er afar mik­il­vægt í ís­lenskri ferðaþjón­ustu,“ seg­ir hann.

Hann tel­ur ekki tíma­bært að fara að spá fyr­ir um hvað ger­ist ef áætlan­ir Icelanda­ir um fjár­hags­lega end­ur­skipu­lagn­ingu ganga ekki eft­ir enda marg­ir aðrir óvissuþætt­ir sem hanga yfir ferðaþjón­ust­unni. Sá stærsti sé þróun heims­far­ald­urs kór­ónu­veiru og ferðavilji fólks eft­ir að ein­stök ríki opna landa­mæri sín á nýj­an leik.

Ýmis­legt sem flæk­ir stöðuna

„Það sem er að ger­ast núna er að ein­stök lönd eru að opna og við erum að opna en það er ým­is­legt annað sem flæk­ir stöðuna. Það er ekki bara Icelanda­ir sem á í erfiðleik­um held­ur í raun öll flug­fé­lög í heim­in­um,“ út­skýr­ir hann og bæt­ir við:

„Það er mjög lík­legt að flugið eft­ir far­ald­ur verði öðru­vísi út­lít­andi en flugið fyr­ir far­ald­ur. Svo vit­um við ekk­ert hver ferðavilji fólks verður. Eitt er hver ferðavilji er inn­an þeirr­ar heims­álfu sem fólk býr í og annað hver ferðavilji fólks er á milli heims­álfa.“

Seg­ir hann Íslands vera sér­stakt að því leyt­inu til að um helm­ing­ur ferðamanna sem ferðist hingað komi frá lönd­um utan Evr­ópu. Það sé því til­tölu­lega hátt hlut­fall ferðamanna sem fljúga lang­an veg til að kom­ast hingað.

Óvíst hvort að ein­hver myndi fylla í skarðið

Spurður hvort er­lend flug­fé­lög gætu fyllt í skarð Icelanda­ir ef allt færi á versta veg seg­ir hann erfitt að segja til um það. Eng­inn aðili nema Icelanda­ir hafi fyllt í það skarð sem myndaðist þegar WOW air hætti starf­semi.

„Það er ekk­ert sem endi­lega bend­ir til þess að ein­hver er­lend­ur aðili myndi taka það upp að keyra leiðakerfi og tengiflug í gegn­um Kefla­vík eins og Icelanda­ir hef­ur gert, ef það yrðu ein­hverj­ar breyt­ing­ar hjá Icelanda­ir. Þannig að það er erfitt að álykta um að svo myndi verða,“ seg­ir hann að lok­um.

Hvorki náðist í for­svars­menn Flug­freyju­fé­lags Íslands né Icelanda­ir við vinnslu frétt­ar­inn­ar. Þá gat Þór­hild­ur Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir ferðamálaráðherra ekki veitt viðtal þegar eft­ir því var leitað.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert