Okkur fannst við öruggari hér

Orilee Ireland-Delfs og eiginmaður hennar, Tom, ákváðu að halda ekki …
Orilee Ireland-Delfs og eiginmaður hennar, Tom, ákváðu að halda ekki til síns heima þegar heimsfaraldurinn fór af stað líkt og flestir aðrir námsmenn. Morgunblaðið/Eggert

„Ég finn fyr­ir mun meira ör­yggi hér vegna þess hvernig stjórn­völd tak­ast á við vand­ann. Og hvernig sam­fé­lagið tekst á við vand­ann. Hér er jafn­væg­is og gagn­sæ­is gætt í aðgerðum í mun meira mæli en í Banda­ríkj­un­um,“ seg­ir banda­ríski námsmaður­inn Tom Ire­land-Delfs um viðbrögð Íslend­inga við kór­ónu­veirunni. 

Tom hef­ur búið hér á landi síðustu tvö árin á meðan hann legg­ur stund á nám í ís­lensk­um miðalda­fræðum við ís­lensku- og menn­ing­ar­deild Há­skóla Íslands. Hann og eig­in­kona hans, Ori­lee, sem einnig er frá Banda­ríkj­un­um, ákváðu að halda kyrru fyr­ir hér á landi á meðan kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn gengi yfir. Helsta ástæða þess var að Tom hef­ur und­an­farið lagt loka­hönd á meist­ara­rit­gerð sína sem hann hyggst verja við há­skól­ann í lok mánaðar­ins.

„Við töluðum um að fara heim því fyr­ir utan að hafa aðgang að há­skóla­bóka­saf­inu hefði hann getað klárað rit­gerðina heima í Banda­ríkj­un­um,“ seg­ir Ori­lee, spurð hvort ákvörðunin um að halda kyrru fyr­ir hér á landi hafi verið auðveld.

„En eft­ir að hafa séð hvað var að ger­ast í Banda­ríkj­un­um og vit­andi að við hefðum þurft að fara í gegn­um stóra flug­velli í New York hefði mögu­leik­inn á sýk­ingu verið mik­ill. Við vild­um ekki hætta á það. Miðað við hvernig Íslend­ing­ar hafa tekið á þessu máli fannst okk­ur við ör­ugg­ari hér,“ seg­ir Ori­lee.

Koma frá New York

Fyr­ir kom­una til Íslands fyr­ir tveim­ur árum bjuggu þau Ori­lee og Tom í New York-ríki, í litl­um bæ nokkuð langt frá borg­inni þar sem ástandið er hvað verst. „Við erum hepp­in því þar sem þetta er mjög strjál­býlt svæði hef­ur verið minna um sýk­ing­ar og áhrif­in á dag­legt líf minni,“ seg­ir Ori­lee.

„Það var einnig ástæða þess að við fór­um ekki heim. Að við mynd­um smit­ast á leiðinni og svo smita fjöl­skyldu okk­ar,“ bæt­ir hún við en for­eldr­ar henn­ar eru á gam­als­aldri og því í áhættu­hópi gagn­vart sjúk­dómn­um sem kór­ónu­veir­an veld­ur.

Tom kveðst ánægður með stjórn­völd á Íslandi. „Ég finn fyr­ir mun meira ör­yggi hér vegna þess hvernig stjórn­völd tak­ast á við vand­ann. Og hvernig sam­fé­lagið tekst á við vand­ann. Hér er jafn­væg­is og gagn­sæ­is gætt í aðgerðum í mun meira mæli en í Banda­ríkj­un­um. Jafn­vel þótt við kæm­umst heim vær­um við mun ör­ugg­ari hér. Ég held að fólk taki þetta ekki jafn al­var­lega þar og hér.“

Ori­lee og Tom hyggj­ast halda heim til Banda­ríkj­anna í lok júní en leigu­samn­ing­ur á hús­næði þeirra renn­ur út fyrsta júlí. „Við bókuðum flug snemma því Icelanda­ir hef­ur átt í vand­ræðum og þurft að af­lýsa ferðum. Við vilj­um því gefa okk­ur smá auka­tíma til að kom­ast heim ef eitt­hvað kem­ur upp á,“ seg­ir Tom.

Nán­ar er rætt við Tom og Ori­lee auk fleiri er­lendra náms­manna sem enn eru hér á landi í Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins.

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka