Ályktunarhæfnin „fremur á borði hinna skapandi greina“

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Miðflokks­ins og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra, vakti máls á um­fjöll­un Morg­un­blaðsins um að Vinstri græn hefðu lagst gegn því að ráðist yrði í stór­felld­ar fram­kvæmd­ir á veg­um Atlants­hafs­banda­lags­ins á Suður­nesj­um.

Í óund­ir­bún­um fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í dag benti hann á að Morg­un­blaðið hefði greint frá því að NATO væri reiðubúið að leggja 12-18 millj­arða króna í upp­bygg­ingu innviða á Suður­nesj­um.

Sagði Sig­mund­ur að um væri að ræða borg­ara­lega innviði sem nýt­ast muni sam­fé­lög­un­um þar um­tals­vert. VG hefði hins veg­ar staðið í vegi fyr­ir því.

„Sem að hljóm­ar ákaf­lega sér­kenni­lega í ljósi þess að við erum jú aðilar að NATO og greiðum þangað pen­inga á hverju ári. En hvers vegna vill Vinstri hreyf­ing­in — grænt fram­boð ekki fá fjár­magn til baka?“ spurði Sig­mund­ur og benti á að at­vinnu­leysi væri um 30% í Reykja­nes­bæ um þess­ar mund­ir.

„Hvernig get­ur Vinstri hreyf­ing­in — grænt fram­boð leyft sér að koma í veg fyr­ir þann viðsnún­ing sem myndi fylgja þessu verk­efni?“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son.

Beri ekki að rugla sam­an

Sig­mund­ur beindi fyr­ir­spurn sinni að Katrínu Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráðherra, sem kom til svars. Þakkaði hún Sig­mundi fyr­ir fyr­ir­spurn­ina og sagði mik­il­vægt að þetta kæmi fram.

Benti hún á að eng­ar form­leg­ar viðræður hefðu átt sér stað. Ut­an­rík­is­ráðherra, Guðlaug­ur Þór Þórðar­son, hefði vakið máls á þessu í umræðu í tengsl­um við fjár­auka­lög, sem unn­in hefðu verið með mikl­um hraði.

„Ákvörðunum um ut­an­rík­is­póli­tík og varn­ar­hags­muni ber ekki að rugla sam­an við efna­hagsaðgerðir þegar Íslend­ing­ar standa í efna­hagsþreng­ing­um, sem ég hefði nú talið að hátt­virt­ur þingmaður væri mér sam­mála um, að við vær­um í öll­um fær­um um að geta staðist án ut­anaðkom­andi aðstoðar á borð við þessa,“ sagði Katrín.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.
Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Löngu bún­ir að heyra af áform­um NATO

Sig­mund­ur sagði þá að sér þætti sér­kenni­leg, „þessi til­raun for­sæt­is­ráðherra til að gera lítið úr þessu máli og nán­ast kalla þetta ein­hverja hugaróra hæst­virts ut­an­rík­is­ráðherra. Ein­hverj­ar hug­mynd­ir hans og vanga­velt­ur í tengsl­um við viðbrögð við efna­hags­ástand­inu.

Ég og fjöl­marg­ir aðrir þing­menn vor­um löngu bún­ir að heyra af þess­um áform­um Atlants­hafs­banda­lags­ins áður en hæst­virt­ur ut­an­rík­is­ráðherra setti þetta inn í þá vinnu sem hæst­virt­ur for­sæt­is­ráðherra nefndi. Þessi áhugi hef­ur legið fyr­ir — vilji til að koma hér í stór­fellda upp­bygg­ingu sem myndi skila hundruðum starfa á Suður­nesj­um. Sem er sann­ar­lega þörf á núna.

Því spyr ég, má skilja hæst­virt­an for­sæt­is­ráðherra sem svo, að ef þetta ger­ist nógu form­lega — með rétt­um leiðum fyr­ir ráðherr­ann, þá muni hæst­virt­ur for­sæt­is­ráðherra ekki standa í vegi fyr­ir verk­efn­inu?“

Áhættumat í und­ir­bún­ingi

Katrín sagðist hafa svarað Sig­mundi skýrt, á þann veg að eng­in form­leg sam­töl hefðu átt sér stað um þessi áform.

„Er ég að gera lítið úr spurn­ingu hátt­virts þing­manns? Nei. En ég er hins veg­ar ekki sam­mála þeirri nálg­un að ut­an­rík­is­póli­tísk­ar ákv­arðanir eigi að taka út frá sjón­ar­miðum um efna­hags­upp­bygg­ingu og at­vinnu­upp­bygg­ingu.“

Katrín sagði áhættumat í und­ir­bún­ingi fyr­ir Ísland, og að henni fynd­ist mik­il­vægt að all­ar ákv­arðanir í þess­um efn­um myndu byggja á því. Matið muni liggja fyr­ir þing­inu í haust og sé unnið af und­ir­bún­ings­hópi þjóðarör­ygg­is­ráðs. 

„Við þurf­um að vanda okk­ur, þegar um er að ræða jafn mik­il­væg mál og þjóðarör­yggi Íslend­inga.“

Spurði hvort málið hefði farið til ráðsins

Næst steig í pontu Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, formaður Viðreisn­ar. Sagðist hún ætla að taka for­sæt­is­ráðherra á orðinu, og blanda ekki sam­an efna­hags­leg­um ávinn­ingi og varn­ar­hags­mun­um.

„Ég hef marg­spurt hæst­virt­an ráðherra að því, vit­andi það að Vinstri græn eru al­gjör­lega á móti vest­rænni sam­vinnu og á móti veru Íslands í NATO, en ég hef verið full­vissuð um það, meðal ann­ars hér í þess­um þingsal, að þrátt fyr­ir það þá muni for­sæt­is­ráðherra, sem formaður þjóðarör­ygg­is­ráðs, beita sér fyr­ir því að fylgja eft­ir okk­ar þjóðarör­ygg­is­stefnu.“

Sam­kvæmt lög­um eigi ráðið að hafa eft­ir­lit með fram­kvæmd varn­ar­stefn­unn­ar og jafn­framt meta ástand og horf­ur í ör­ygg­is- og varn­ar­mál­um. 

„Ég vil spyrja hæst­virt­an for­sæt­is­ráðherra að því, og formann þjóðarör­ygg­is­ráðs okk­ar Íslend­inga — sem hef­ur ákveðnum skyld­um að gegna, hvort for­sæt­is­ráðherra hafi ekki al­veg ör­ugg­lega tekið þessa hug­mynd inn í þjóðarör­ygg­is­ráðið og fengið það til þess að meta ein­mitt horf­ur og ástand í ör­ygg­is- og varn­ar­mál­um, og það hvort þess­ar upp­bygg­ing­ar­fram­kvæmd­ir hugs­an­legu í Helgu­vík myndu ekki und­ir­strika og byggja und­ir varn­ar­hags­muni Íslands.“

Metn­ar í sam­hengi við stefn­una

Katrín ít­rekaði að til­lag­an, eða hug­mynd­in, hefði komið upp í tengsl­um við fjár­auka­lög sem unn­in hefðu verið í mikl­um flýti. Ut­an­rík­is­ráðherra hefði ekki óskað eft­ir því að málið yrði tekið upp í þjóðarör­ygg­is­ráði.

„En, ef áfram verður unnið að slík­um hug­mynd­um þá munu þær að sjálf­sögðu verða tekn­ar þar og metn­ar í sam­hengi við okk­ar þjóðarör­ygg­is­stefnu og okk­ar áhættumat.“

Sagðist hún hafa lagt á það mikla áherslu að unnið væri í sam­ræmi við þjóðarör­ygg­is­stefnu lands­ins.

„Síðan vil ég segja það, að þótt hátt­virt­ur þingmaður haldi því hér fram, að Vinstri hreyf­ing­in — grænt fram­boð sé á móti vest­rænni sam­vinnu, sem ég átta mig nú ekki al­veg á því hvað hátt­virt­ur þingmaður á við — ef hún er að vísa til Atlants­hafs­banda­lags­ins þá er það rétt. En við leggj­umst svo sann­ar­lega ekki gegn sam­vinnu við önn­ur vest­ræn ríki.

Og ég ít­reka það sem ég hef áður sagt, að viðhald mann­virkja und­an­far­in þrjú ár, á varn­ar­svæðinu á Kefla­vík­ur­flug­velli, hef­ur verið meira en frá ár­inu 2002. Sú rík­is­stjórn sem nú sit­ur er svo sann­ar­lega að fylgja þjóðarör­ygg­is­stefn­unni bet­ur eft­ir en fyrri rík­is­stjórn­ir hafa gert.“

Rík­is­stjórn­in ekki að tala skýrt

Þor­gerður Katrín sagði að sér væri það ekk­ert laun­ung­ar­mál leng­ur að verið væri að vega að vest­rænni varn­ar­sam­vinnu. 

„Við erum að sjá það núna að inn­an­búðar­mál stjórn­ar­flokk­anna eru að koma í veg fyr­ir það að meðal ann­ars þjóðarör­ygg­is­ráð fjalli um þessa hags­muni sem tengj­ast upp­bygg­ingu hafn­ar­mann­virkja í Helgu­vík. Og það hlýt­ur að leiða til þess að við álykt­um að stjórn­arsátt­mál­inn sjálf­ur sé að hindra lög­bundna fram­kvæmd þjóðarör­ygg­is­ráðs. Það er ekki hægt að álykta neitt annað í þessa veru.“

Sagðist hún orðin van­trúuð á að verið væri að fylgja þjóðarör­ygg­is­stefn­unni. Rík­is­stjórn­in, með Sjálf­stæðis­flokk­inn inn­an­borðs, væri ekki að tala skýrt í þess­um efn­um.

„Og það er áhyggju­efni, ekki bara fyr­ir Suður­nesja­menn sem þurfa skýr svör frá rík­is­stjórn­inni, held­ur lands­menn alla, sem hafa áhuga og metnað til að láta vera hér virka varn­ar- og ör­ygg­is­stefnu.“

Mjög al­var­leg orð

Katrín sagðist ætla að líta svo á, „að álykt­un­ar­hæfni hátt­virts þing­manns sé frem­ur á borði hinna skap­andi greina.

Að segja það hér, að ég sé að koma í veg fyr­ir að mál skuli tek­in til um­fjöll­un­ar í þjóðarör­ygg­is­ráði, vegna ein­hvers kon­ar inn­an­flokks­hags­muna, eru auðvitað mjög al­var­leg orð. Og ekki sönn. Það er ein­fald­lega þannig.“

Ef málið kæmi form­lega á borð stjórn­ar­inn­ar þá yrði það um leið tekið til um­fjöll­un­ar í ráðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert