Athyglisvert en breytir ekki stefnunni

Gríma í Kína. Þar, í Þýskalandi og í Bandaríkjunum eru …
Gríma í Kína. Þar, í Þýskalandi og í Bandaríkjunum eru grímur mjög algengar og sums staðar skylda. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ekkert benda til að Íslendingar eigi að fara sömu leið. AFP

„Þetta er athyglisvert en ég held að þetta breyti ekki nálgun okkar um að hafa tveggja metra nándarreglu. Ég sé enga ástæðu til þess að heilbrigt fólk sé með grímur úti í bæ,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við mbl.is, spurður hvort nýjar rannsóknir um útbreiðslu kórónuveirunnar í munnvatnsögnum í loftinu geti breytt stefnu íslenskra sóttvarnayfirvalda um að mæla ekki með varnargrímum.

Sagt var frá því í Morgunblaðinu í morgun að ný bandarísk rannsókn, sem birtist í síðustu viku í tímariti bandarísku vísindaakademíunnar PNAS, hefði leitt í ljós að smitberandi munnvatnsagnir gætu legið í loftinu í að meðaltali tólf mínútur eftir að einstaklingur talar hátt og slef ratar út í andrúmsloftið.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur mælt gegn grímuskyldu.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur mælt gegn grímuskyldu. mbl.is/Árni Sæberg

Þetta var í rannsókninni sagt geta rennt stoðum undir það að samtöl manna á milli væru með algengari smitleiðum sjúkdómsins, ólíkt því sem áður hefði verið talið, að smit yrðu flest í gegnum snertingu.

Þórólfur telur enn svo vera að helsta smitleiðin sé í gegnum snertingu, til dæmis með höndum sem síðan rata í andlit eigandans, þannig að veiran komist í augu eða munn. „Þetta breytir engu um stóru myndina, að flest smit eru snertismit, og þar gildir að fá hendurnar ekki upp í augu og nef og slíkt eftir snertingu,“ segir Þórólfur.

Veit ekki af hverju aðrar þjóðir eru með grímuskyldu

Að smithætta sé mikil í samtölum manna á milli gæti þá einnig rennt stoðum undir þá stefnu stjórnvalda víða um heim að beina því til borgara að bera grímur. Í Þýskalandi er það til dæmis víðast hvar skylda á almannafæri.

Í því samhengi ítrekar Þórólfur að hann telji að grímur dagsdaglega fyrir heilbrigt fólk geri ekki annað en að veita falska öryggistilfinningu. „Ég veit ekki af hverju þessar þjóðir ákveða að gera þetta. Það breytir líka engu fyrir okkur að þau geri það og þau hafa sínar aðstæður sem ég veit ekki hverjar eru,“ segir hann og bendir á að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hafi mælt gegn slíkri almennri grímuskyldu.

Fleiri smitberandi dropar eftir því sem menn tala hærra

Sam­kvæmt umræddri rannsókn gætu sam­töl verið ein helsta smit­leið sjúk­dóms­ins. Við fram­kvæmd­ina var sýkt­ur ein­stak­ling­ur lát­inn end­ur­taka setn­ing­una „Stay healt­hy“ (í. farðu vel með þig) í 25 sek­únd­ur sam­fleytt. Leys­ir var síðan lát­inn greina munn­vatns­agn­irn­ar sem lágu í loft­inu og í ljós kom að kór­ónu­veiru­smitaðir munn­vatns­drop­ar voru að meðaltali í tólf mín­út­ur á sveimi eft­ir að ein­stak­ling­ur­inn hafði talað.

Vís­inda­menn­irn­ir ganga út frá því að með því að tala hátt í eina mín­útu geti mann­eskja fram­leitt meira en 1.000 smit­ber­andi dropa. Þeir geti síðan legið í loft­inu í að minnsta kosti átta mín­út­ur eft­ir að talað var. Sömu vís­inda­menn komust að sögn þýska blaðsins Welt að þeirri niður­stöðu að með því að fólk talaði lægra færu færri drop­ar á flug.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert