Engin niðurstaða eftir ellefu tíma fund

Karphúsið.
Karphúsið.

Formlegum sáttafundi í kjaradeilu Flug­freyju­fé­lags Íslands og Icelanda­ir lauk um klukkan eitt í nótt en fundurinn hófst klukkan tvö eftir hádegi. Lausn er ekki komin í deiluna og er næsti fundur boðaður klukkan 17:00.

Þetta staðfestir Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari við mbl.is.

Síðasti form­legi fund­ur­inn í kjara­deil­unni fór fram miðviku­dag­inn 13. maí en hon­um lauk án ár­ang­urs en óform­leg­ir fund­ir áttu sér stað á sunnudag.

Fund­irn­ir voru hugsaðir sem vett­vang­ur fyr­ir minni vinnu­hópa til að koma sam­an og finna sam­eig­in­lega fleti. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert