Formlegum sáttafundi í kjaradeilu Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair lauk um klukkan eitt í nótt en fundurinn hófst klukkan tvö eftir hádegi. Lausn er ekki komin í deiluna og er næsti fundur boðaður klukkan 17:00.
Þetta staðfestir Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari við mbl.is.
Síðasti formlegi fundurinn í kjaradeilunni fór fram miðvikudaginn 13. maí en honum lauk án árangurs en óformlegir fundir áttu sér stað á sunnudag.
Fundirnir voru hugsaðir sem vettvangur fyrir minni vinnuhópa til að koma saman og finna sameiginlega fleti.