Hlutabréf í Samherja „sumargjöf í stærri kantinum“

Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna.
Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sum­ar­gjaf­ir eru góður og þjóðleg­ur siður, en sum­ar­gjaf­ir eig­enda Sam­herja til barna sinna eru kannski í stærri kant­in­um, þær nema tug­um millj­arða króna í til­færslu frá eig­end­um Sam­herja til af­kom­enda sinna. Þetta sagði Lilja Raf­ney Magnús­dótt­ir, formaður at­vinnu­vega­nefnd­ar Alþing­is og þingmaður Vinstri grænna, á Alþingi í dag. 

Fyrr­ver­andi aðal­eig­end­ur Sam­herja hf. fara nú aðeins með 2% af hlut­fé fé­lags­ins eft­ir að hafa fram­selt hluta­bréfa­eign sína í Sam­herja til barna sinna. Fyr­ir breyt­ing­arn­ar fóru þau sam­an­lagt með 86,5% hluta­fjár í fé­lag­inu. 

Lilja sagði þetta end­ur­spegla „stór­gallað kvóta­kerfi með óheftu framsali og samþjöpp­un til stórra fjár­magnseig­enda“.

„Fjár­magnið stýr­ir að stór­um hluta hverj­ir nýta sjáv­ar­auðlind­ina og hvar hún er nýtt og hvar arður­inn af auðlind­inni lend­ir. Það hef­ur orðið gíf­ur­leg samþjöpp­un í grein­inni á þeim 30 árum frá því að óhefta framsalið var sett á. Fjár­magnseig­end­ur hluta­bréfa í stór­um út­gerðarfé­lög­um eru í eng­um tengsl­um við hags­muni þjóðar­inn­ar eða íbúa sjáv­ar­byggðanna, sem hafa margoft þurft að blæða fyr­ir þegar lifi­brauð þeirra og af­koma fer á einni nóttu. Þetta get­ur varla tal­ist ásætt­an­legt við stjórn á sam­eig­in­legri auðlind okk­ar,“ sagði Lilja. 

„Þegar óhefta framsalið var sett á 1990 með lög­um var það gert með hagræðing­ar­kröfu að leiðarljósi, að lög­mál markaðar­ins myndu auka hag­kvæmni veiðanna, en frá þeim tíma hafa all­ir þess­ir gall­ar komið í ljós og komið í veg fyr­ir eðli­lega þróun í sjáv­ar­byggðum lands­ins. Græðgi, brask og mikl­ir fjár­mun­ir hafa runnið frá grein­inni í óskylda starf­semi. Það er hægt að stýra auðlind­inni með öðrum hætti, með nýt­ing­ar­samn­ing­um og end­urút­hlut­un og koma auðlinda­ákvæði í stjórn­ar­skrá. Það verður að koma í veg fyr­ir að svona mikl­ir fjár­mun­ir af sam­eig­in­leg­um auðlind­um okk­ar og sem byggj­ast á sam­eign þjóðar­inn­ar renni á milli kyn­slóða,“ sagði Lilja, en ýms­ir fögnuðu þess­um um­mæl­um í þingsal. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert