Mikil eyðilegging í Norðurárdal

Um fimmtán hektara svæði í Norðurárdal í Borgarfirði er illa leikið eftir eldinn sem kviknaði þar í gærkvöldi og þetta sést vel úr lofti. Mosinn er illa farinn og birkikjarrið sömuleiðis. Marga kílómetra af brunaslöngum þurfti til að ná tökum á eldinum en Heiðar Örn Jónsson, varaslökkviliðsstjóri í Borgarbyggð, segir slökkviliðið vera orðið reynt í að takast á við elda af þessu tagi.

Í myndskeiðinu er rætt við Heiðar Örn og þá má sjá drónamyndir af eyðileggingunni. 

Ríflega eitt hundrað slökkviliðsmenn og viðbragðsaðilar tóku þátt í að slökkva eldinn í gær og í nótt en síðustu glæðurnar voru slökktar um klukkan sex í morgun. Eldsupptök eru í skoðun en þau eru talin hafa verið á túni sem liggur meðfram Norðurá. 

Töluvert af dýralífi er á svæðinu og þar er fuglavarp sem Heiðar segir leiðinlegt að horfa upp á verða fyrir eldinum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert