Frumvarp um neyslurými samþykkt

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Frumvarp Svandís­ar Svavars­dótt­ur heil­brigðisráðherra sem kveður á um laga­heim­ild til að stofna og reka neyslu­rými var samþykkt á Alþingi í dag með 42 atkvæðum gegn tveimur en sex þingmenn sátu hjá við atkvæðagreiðslu.

Mark­miðið með rekstri neyslu­rýma er að draga úr skaðleg­um af­leiðing­um af notk­un áv­ana- og fíkni­efna.

Neyslu­rými er skil­greint í frum­varp­inu sem „laga­lega verndað um­hverfi þar sem ein­stak­ling­ar sem eru 18 ára og eldri geta neytt áv­ana- og fíkni­efna í æð und­ir eft­ir­liti heil­brigðis­starfs­manna og þar sem gætt er fyllsta hrein­læt­is, ör­ygg­is og sýk­inga­varna.“

Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. 

Svandís Svavarsdóttir fagnaði niðurstöðunni og sagði um að ræða fyrsta raunverulega skrefið í áttina að því að sinna skaðaminnkun sem studd er af löggjöfinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert