Óþarfi að flýta sér með ferðagjafir

Ljósmynd frá ferð um Fjallsárlón.
Ljósmynd frá ferð um Fjallsárlón. mbl.is/RAX

Andri Heiðar Krist­ins­son, sta­f­rænn leiðtogi í fjár­mála- og efna­hags­ráðuneyt­inu, seg­ir að fólk ætti ekki að þurfa að drífa sig að nota ferðagjaf­ir frá stjórn­völd­um jafn­vel þótt það vilji nota gjöf­ina hjá vin­sæl­um fyr­ir­tækj­um. 

Eins og mbl.is greindi frá fyrr í dag er há­mark sett á það hversu háa upp­hæð ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tæki mega fá í formi ferðagjafa. Hvert fyr­ir­tæki get­ur að há­marki tekið við sam­an­lagt 100 millj­óna króna greiðslu í formi ferðagjafa en fyr­ir­tæki sem metið var í rekstr­ar­erfiðleik­um 31. des­em­ber síðastliðinn get­ur að há­marki tekið við sam­an­lagt 25 millj­óna króna greiðslu í formi ferðagjafa.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá ferðamálaráðuneyt­inu eru tak­mörk­in sett vegna þess að um er að ræða rík­is­styrk sem þarf að vera inn­an marka sem gilda um slíka styrki.

Ólík­legt að fyr­ir­tæki fari yfir há­markið

Andri seg­ir aðspurður að auðvelt sé að fylgj­ast með því hversu mikið hvert fyr­ir­tæki fái og því ætti há­markið ekki að flækja málið. 

„Það er til­tölu­lega auðvelt vegna þess að það er haldið utan um þetta miðlægt. Um leið og ein­stak­ling­ur not­ar ferðagjöf­ina sína þá skrá­ist hún í gagna­grunn svo ein­stak­ling­ur get­ur ekki notað sömu gjöf­ina aft­ur og sömu­leiðis er skráð hvar viðkom­andi notaði hana svo viðkom­andi ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tæki geti fengið greitt.“

„Það eru auðvitað mörg þúsund ferðaþjónustufyrirtæki á Íslandi svo við …
„Það eru auðvitað mörg þúsund ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tæki á Íslandi svo við telj­um frek­ar lík­ur á að þetta muni dreifast,“ seg­ir Andri Heiðar Krist­ins­son. mbl.is/​Arnþór Birk­is­son

Andri seg­ir að ólík­legt verði að telj­ast að fyr­ir­tæki muni fara yfir há­markið. 

„Það eru auðvitað mörg þúsund ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tæki á Íslandi svo við telj­um frek­ar lík­ur á að þetta muni dreifast.“

Geng­ur ekki upp ef all­ir ætla að nýta gjöf­ina á sama stað

Ferðagjöf­in er ra­f­rænt gjafa­bréf upp á 5.000 krón­ur sem verður af­hent Íslend­ing­um á tölvu­tæku formi í gegn­um smá­for­rit í byrj­un júní. Gjafa­bréf­in munu í heild kosta rík­is­sjóð 1,5 millj­arða.

Spurður hvort fólk þurfi að hafa hraðar hend­ur ef það vill nýta sitt gjafa­bréf hjá vin­sælu fyr­ir­tæki seg­ir Andri:

„Auðvitað get­um við ekki full­yrt um það. Ef öll þjóðin ætl­ar að full­nýta þetta hjá sama fyr­ir­tæk­inu þá geng­ur það ekki upp en miðað við viðbrögðin sem við höf­um fengið er áhugi al­menn­ings mjög mis­jafn. Þetta er svo fjöl­breytt flóra að við telj­um ekki lík­legt að þú þurf­ir að drífa þig.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka