Skaut hjólreiðamann með loftbyssu

Unglingur sem var farþegi í bifreið í Kópavogi skaut hjólreiðamann í sitjandann með  loftbyssu á áttunda tímanum í gærkvöldi. Bifreiðin var stöðvuð skömmu síðar og loftbyssan haldlögð.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er ólögráða unglingur eigandi loftbyssunnar og er málið unnið með aðkomu forráðamanna og eins var það tilkynnt til barnaverndar. Í dagbók lögreglunnar kemur ekkert fram um líðan hjólreiðamannsins sem varð fyrir árásinni.

Tilkynnt  var til lögreglu um innbrot og þjófnað í Austurbænum (hverfi 104) um klukkan 21.  Málið er í rannsókn lögreglu en gluggi hafði verið spenntur upp og farið inn um hann og verðmætum stolið.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert