Pólska ríkið bætir við flugi frá Íslandi

Pólverjar eru fjölmennasti hópur erlendra ríkisborgara á Íslandi en yfir …
Pólverjar eru fjölmennasti hópur erlendra ríkisborgara á Íslandi en yfir 21.000 þeirra búa hérlendis. Ljósmynd/Pólska sendiráðið

Pólska ríkið hefur bætt við einni flugferð frá Íslandi 26. maí. Fleiri en 200 manns hafa skráð sig á lista vegna flugferðarinnar, samkvæmt RÚV, en flogið er til Varsjár. Flugferðinni er ætlað að gera Pólverjum kleift að komast til heimalandsins en flugsamgöngur hafa verið af mjög skornum skammti undanfarið vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. 

Sambærilegar ferðir frá Póllandi til Íslands voru farnar fyrr á árinu en pólska ríkið hefur staðið fyrir ferðum frá áfangastöðum víða um heim eftir að faraldurinn fór að breiða úr sér. 

Hafa takmörkuð réttindi við atvinnumissi

Í svari Jakub Pilch, ræðismanns Póllands á Íslandi, við fréttastofu RÚV segir að margir Pólverjar sem hafi aðeins búið hérlendis í stuttan tíma hafi haft takmörkuð réttindi hér á landi þegar þeir misstu vinnuna. 

Flestir sem hafa verið áhugasamir um að fara til Póllands með vélinni 26. maí er fólk sem hefur annaðhvort misst starf sitt að fullu eða hluta, samkvæmt Pilch. Pólverjar eru fjölmennasti hópur erlendra ríkisborgara á Íslandi en yfir 21.000 þeirra búa hérlendis. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert