Pólska ríkið bætir við flugi frá Íslandi

Pólverjar eru fjölmennasti hópur erlendra ríkisborgara á Íslandi en yfir …
Pólverjar eru fjölmennasti hópur erlendra ríkisborgara á Íslandi en yfir 21.000 þeirra búa hérlendis. Ljósmynd/Pólska sendiráðið

Pólska ríkið hef­ur bætt við einni flug­ferð frá Íslandi 26. maí. Fleiri en 200 manns hafa skráð sig á lista vegna flug­ferðar­inn­ar, sam­kvæmt RÚV, en flogið er til Var­sjár. Flug­ferðinni er ætlað að gera Pól­verj­um kleift að kom­ast til heima­lands­ins en flug­sam­göng­ur hafa verið af mjög skorn­um skammti und­an­farið vegna heims­far­ald­urs kór­ónu­veiru. 

Sam­bæri­leg­ar ferðir frá Póllandi til Íslands voru farn­ar fyrr á ár­inu en pólska ríkið hef­ur staðið fyr­ir ferðum frá áfanga­stöðum víða um heim eft­ir að far­ald­ur­inn fór að breiða úr sér. 

Hafa tak­mörkuð rétt­indi við at­vinnum­issi

Í svari Jakub Pilch, ræðismanns Pól­lands á Íslandi, við frétta­stofu RÚV seg­ir að marg­ir Pól­verj­ar sem hafi aðeins búið hér­lend­is í stutt­an tíma hafi haft tak­mörkuð rétt­indi hér á landi þegar þeir misstu vinn­una. 

Flest­ir sem hafa verið áhuga­sam­ir um að fara til Pól­lands með vél­inni 26. maí er fólk sem hef­ur annaðhvort misst starf sitt að fullu eða hluta, sam­kvæmt Pilch. Pól­verj­ar eru fjöl­menn­asti hóp­ur er­lendra rík­is­borg­ara á Íslandi en yfir 21.000 þeirra búa hér­lend­is. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert