Silja Bára kjörin varaformaður Rauða krossins

Silja Bára Ómarsdóttir.
Silja Bára Ómarsdóttir.

Aðal­fund­ur Rauða kross­ins á Íslandi fór fram í dag, á átta stöðum á land­inu. Um einn fund var að ræða en vegna kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins var brugðið á það ráð að skipta fund­in­um niður á nokkra fund­arstaði víðs veg­ar um landið með aðstoð tækn­inn­ar; á tveim­ur stöðum í Reykja­vík, Hafnar­f­irði, Borg­ar­nesi, Ísaf­irði, Ak­ur­eyri, Eg­ils­stöðum og í Vík.

Frú El­iza Reid for­setafrú flutti ávarp úr höfuðstöðvum Rauða kross­ins að Efsta­leiti 9 og Sveinn Krist­ins­son, formaður Rauða kross­ins á Íslandi, þakkaði fé­lags­mönn­um og sjálf­boðaliðum sér­stak­lega fyr­ir þeirra starf og viðbúnað sl. mánuði en marg­ir sjálf­boðaliðar hafa breytt verk­efn­um sín­um meðan á sam­komu­banni stend­ur og fjöl­marg­ir brugðist við og aðstoðað í verk­efn­um tengd­um kór­ónu­veirufar­aldr­in­um, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu frá sam­tök­un­um.

Aðalfundurinn fór fram á átta stöðum.
Aðal­fund­ur­inn fór fram á átta stöðum.

Stefna til árs­ins 2030 samþykkt sam­hljóða

Seg­ir í henni að ný stefna Rauða kross­ins á Íslandi, til árs­ins 2030, hafi verið samþykkt þar sem helstu áskor­an­ir í starfi Rauða kross­ins til næstu tíu ára séu kortlagðar. Meðal þeirra séu lofts­lags­breyt­ing­ar, krís­ur og ham­far­ir, aðgengi að heil­brigðisþjón­ustu, fólks­flutn­ing­ar og valda­ó­jafn­vægi. Áhersla er sögð m.a. lögð á öfl­ugt hjálp­ar­starf í nærsam­fé­lagi, virkt og gef­andi starf sjálf­boðaliða og traust og ábyrgt fé­lag.

Þá voru einnig ný lög fyr­ir fé­lagið samþykkt með mikl­um meiri­hluta.

Ný stjórn kjör­in

Vara­formaður Rauða kross­ins var kjör­in Silja Bára Ómars­dótt­ir, dós­ent í alþjóðasam­skipt­um, sem setið hef­ur í stjórn sl. tvö ár. Þá voru þau Sveinn Þor­steins­son, um­sjón­ar­maður fast­eigna hjá Ragn­ari Guðgeirs­syni, Þóra B. Niklás­dótt­ir, starfsmaður í Stöðvar­fjarðarskóla, Bald­ur Steinn Helga­son, verk­efna­stjóri hjá Jón­um Tran­sport, Elín Ósk Helga­dótt­ir, aðjúnkt við laga­deild Há­skól­ans í Reykja­vík, og Gréta María Guðmunds­dótt­ir, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Krón­unn­ar, kjör­in í stjórn og þau Anna Rósa Magnús­dótt­ir, for­stöðumaður í eld­húsi Sjúkra­húss­ins á Ak­ur­eyri, og Pét­ur Pét­urs­son, slökkviliðsstjóri hjá Bruna­vörn­um Árnes­sýslu, kjörn­ir vara­menn.

Frá­far­andi stjórn­ar­mönn­um, þeim Rögnu Árna­dótt­ur, Helga Ívars­syni, Oddrúnu Kristjáns­dótt­ur, Gísla Rafni Ólafs­syni og Mel­korku Krist­ins­dótt­ur, er þakkað fyr­ir sitt fram­lag til fé­lags­ins.

All­ir hafi jöfn tæki­færi

Fund­ur­inn samþykkti einnig sam­hljóða álykt­un um mik­il­vægi þess að huga að fjár­hags­legu og fé­lags­legu ör­yggi fólks sem býr við mikla fá­tækt:

„Rauði kross­inn á Íslandi legg­ur áherslu á mik­il­vægi þess að ávallt sé hugað sér­stak­lega að fjár­hags­legu og fé­lags­legu ör­yggi þess fólks sem býr við mikla fá­tækt.
Fá­tækt er ljót­ur blett­ur á okk­ar sam­fé­lagi og þegar þreng­ir að verður staða fólks sem býr við fá­tækt enn erfiðari en ella og því nauðsyn­legt að styðja sér­stak­lega við þenn­an hóp.
Miklu at­vinnu­leysi fylg­ir ótti um af­komu og fé­lags­legt óör­yggi, mik­il hætta er á langvar­andi áhrif­um þessa sem verða ekki hvað síst þung­bær fyr­ir börn í viðkvæmri stöðu.

Rauði kross­inn legg­ur áherslu á mik­il­vægi þess að all­ir hafi jöfn tæki­færi til þátt­töku í sam­fé­lag­inu og að gerðar verði ráðstaf­an­ir til að koma til móts við þá sem minnst mega sín.
Rauði kross­inn hvet­ur því ríki og sveit­ar­fé­lög til að gæta sér­stak­lega að fólki sem býr við fá­tækt á Íslandi.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert