Vikur í að „ræða einstök flugfélög“

Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sam­fylk­ing­ar­menn tala sér­stak­lega fyr­ir hags­mun­um lít­illa og meðal­stórra fyr­ir­tækja þessa dag­ana. Formaður flokks­ins seg­ir að næsta skrefið sé að skoða sér­stak­ar aðgerðir fyr­ir þann hóp og formaður vel­ferðar­nefnd­ar seg­ir þrjú ár lang­an tíma fyr­ir arðgreiðslu­bann. Lít­il fyr­ir­tæki eigi að kom­ast hjá því banni frek­ar en stór.

Logi Már Ein­ars­son, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, tel­ur að skoða megi hvort sér­stök skil­yrði verði sett fyr­ir stuðningi stjórn­valda eft­ir stærð fyr­ir­tækja: „Það má ekki miða all­ar aðgerðir við risa­fyr­ir­tæki, sem í raun eru að taka megnið af öll­um stuðningn­um til sín. Þau ættu þess vegna að lúta sér­stök­um aðgerðum. Það þarf að skoða fyrst hvernig aðferðirn­ar bitna á litl­um og meðal­stór­um fyr­ir­tækj­um,“ seg­ir hann við mbl.is. 

„Þá held ég að umræðan næstu daga og vik­ur þurfi að snúa að því hvort það þurfi ekki að fara í al­menn­ar, mark­viss­ari og stærri aðgerðir fyr­ir lít­il og meðal­stór fyr­ir­tæki í land­inu, af því að hinar aðgerðirn­ar hafa miðað fyrst og fremst að þeim stóru. Hér eru heilu vik­urn­ar sem fara í að ræða ein­stök flug­fé­lög, ein­stök út­flutn­ings­fyr­ir­tæki og ein­stak­ar at­vinnu­grein­ar,“ seg­ir Logi.

Gagn­rýndi að lít­il fyr­ir­tæki fengju ekki að greiða eig­end­um arð

Í þessu sam­hengi hef­ur Helga Vala Helga­dótt­ir, þing­kona og flokks­syst­ir Loga, gagn­rýnt að til stæði að setja sem skil­yrði fyr­ir rík­isaðstoð að fyr­ir­tæki greiddu eig­end­um sín­um arð. Arður væri ekki alltaf óeðli­leg­ur.

Helga Vala Helgadóttir, þingkona Samfylkingar og formaður velferðarnefndar.
Helga Vala Helga­dótt­ir, þing­kona Sam­fylk­ing­ar og formaður vel­ferðar­nefnd­ar. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

„Næstu þrjú árin má fyr­ir­tækið ekki borga eig­anda arð eða kaupa eig­in hluti og maður skil­ur al­veg þegar maður hlust­ar á umræðuna í sam­fé­lag­inu að arðgreiðslur eru al­gert tabú. Maður verður þó að átta sig á því að sprota­fyr­ir­tæki til dæm­is, þegar það fer af stað, get­ur það sjaldn­ast fengið fyr­ir­greiðslu í banka,“ sagði Helga Vala á Bylgj­unni í vik­unni.

„Eig­and­inn þarf því að taka lán, veðsetja heim­ili fjöl­skyld­unn­ar og svo fram­veg­is, og verður þá að fá arð út til að geta borgað lánið niður. Með þessu frum­varpi er pínu­lítið verið að sparka í sköfl­ung­inn á hon­um, og þess­um litlu fyr­ir­tækj­um um allt land,“ sagði Helga. Eitt ár án þess að greiða arð væri eðli­legt en þrjú væri lang­ur tími. 

Hefði þurft að skoða aðgerðir fyr­ir lít­il fyr­ir­tæki fyrr

Logi seg­ir að Sam­fylk­ing­in hafi ekki hrapað að neinni niður­stöðu um að tala fyr­ir því að fella niður bann við arðgreiðslum hjá litl­um fyr­ir­tækj­um en hann lesi það úr orðum Helgu Völu að hún sé að benda á þann eðlis- en ekki stigs­mun sem er á rekstri fimm eða sex manna fyr­ir­tæk­is sem velt­ir nokkr­um tug­um millj­óna og kerf­is­lega mik­il­væg­um stór­fyr­ir­tækj­um og fyr­ir­tækj­um á mörkuðum.

„Það sem ég hef talað um á þing­inu er að það þarf að ræða at­vinnu­lífið á öðrum for­send­um en að þetta sé ein skepna. Við hefðum þess vegna þurft í upp­hafi að skoða þessi litlu fyr­ir­tæki og fara í bein­ar al­menn­ar aðgerðir fyr­ir þau og velta því síðan fyr­ir okk­ur hvort við hefðum þurft að fara í sér­tæk­ar aðgerðir sem bein­ast að þess­um ris­um,“ seg­ir hann.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka