Sungu eftir síðasta fundinn

Það var glatt á hjalla í Björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð eftir að síðasta upplýsingafundi almannavarna í bili lauk. Húsið var formlega opnað eftir takmarkanir á aðgengi undanfarna mánuði og þá tók þríeykið lagið þar sem Þórólfur Guðnason lét ljós sitt skína.

Í myndskeiðinu er rætt við Víði Reynisson yfirlögregluþjón eftir að fundi lauk en hann mun nú flytja skrifstofu sína gegnt Þórólfi í húsnæði landlæknis þar sem teymið, sem hefur umsjón með aðgerðum vegna faraldurs kórónuveirunnar, mun hafa aðsetur. Þá sést Þórólfur syngja kórónusmellinn „Ferðumst innanhúss“ af mikilli innlifun.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert