Nágrannar ósáttir við „bílakirkjugarð“

Gámastæður og bílhræ á lóð Vöku.
Gámastæður og bílhræ á lóð Vöku.

Heil­brigðis­eft­ir­lit Reykja­vík­ur og embætti bygg­ing­ar­full­trúa borg­ar­inn­ar fylgj­ast nú með starf­semi Vöku við Héðins­götu. Hef­ur fyr­ir­tækið verið krafið um bætta ásýnd og um­gengni á lóð þess, til að mynda með því að fjar­lægja gáma sem þar voru í leyf­is­leysi.

Fyr­ir­tækið flutti í Laug­ar­nesið í byrj­un árs og í fe­brú­ar tóku að ber­ast kvart­an­ir vegna hávaða, sjón­rænna áhrifa og mögu­legr­ar ol­íu­meng­un­ar.

Morg­un­blaðið greindi á dög­un­um frá óánægju bæj­ar­yf­ir­valda í Mos­fells­bæ með frá­gang á lóð Vöku við Tungu­mela. Í kjöl­farið bár­ust blaðinu ábend­ing­ar um kvart­an­ir íbúa í Laug­ar­nesi. Þessi óánægja fékkst staðfest í svari frá Reykja­vík­ur­borg við fyr­ir­spurn blaðsins. Þar kem­ur fram að Vaka sótti um tíma­bundið starfs­leyfi til loka árs 2021 fyr­ir starf­semi bílaparta­sölu, bif­reiða- og véla­verk­stæðis og hjól­b­arðaverk­stæðis á Héðins­götu 2. Um­sókn­in var lögð fram í októ­ber síðastliðnum en ekki hef­ur verið unnt að ljúka henni þar sem ekki hef­ur feng­ist samþykki bygg­ing­ar­full­trúa, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka