Þurfa ekki að taka við Max-vélum

Ein af Boeing MAX 8 flugvélum Icelandair.
Ein af Boeing MAX 8 flugvélum Icelandair. mbl.is/​Hari

Dragist afhending 737-MAX-véla úr verksmiðjum Boeing um meira en 12 mánuði miðað við fyrirliggjandi samninga hefur Icelandair Group heimild til þess að ganga frá kaupunum án frekari eftirmála. Þetta herma heimildir ViðskiptaMoggans.

Engin vél hefur verið afhent frá flugvélaframleiðandanum frá því í mars í fyrra í kjölfar þess að allar vélar af fyrrnefndri tegund voru kyrrsettar. Kyrrsetningin kom til eins og kunnugt er vegna tveggja mannskæðra flugslysa sem kostuðu nærri 350 manns lífið.

Samkvæmt samningi við Boeing átti Icelandair að fá þrjár vélar afhentar 2018, sex vélar 2019, fimm vélar 2020 og tvær árið 2021. Þegar kyrrsetningin skall á hafði Icelandair veitt sex vélum viðtöku. Í fyrra átti félagið auk þess að taka við tveimur vélum fyrir lok marsmánaðar og einni vél í apríl. Því eru liðnir meira en 12 mánuðir frá fyrirhugaðri afhendingu þeirra og Icelandair ekki skuldbundið til að veita þeim viðtöku. Vélarnar eru hins vegar nær tilbúnar til afhendingar.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka