Meirihluti íbúa á höfuðborgarsvæðinu er andvígur því að Laugavegur, Bankastræti og Skólavörðustígur verði gerð að göngugötum allt árið um kring.
Eins segist meirihluti íbúa vera ólíklegri til að heimsækja miðborg Reykjavíkur ef áðurnefndar götur yrðu gerðar að göngugötum. Er þetta niðurstaða könnunar Maskínu.
Formaður skipulags- og samgönguráðs segir niðurstöðuna vera ákall um að kynna betur kosti göngugatna. Borgarfulltrúi segir hana hins vegar falleinkunn fyrir borgarstjóra og meirihlutann.
Nánar má lesa um þetta hér á mbl.is í vefútgáfu Morgunblaðsins: