Lagði hald á 130 kannabisplöntur í Árbænum

mbl.is/Eggert

Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu stöðvaði kanna­bis­rækt­un í heima­húsi í Árbæ í vik­unni. Lagt var hald á tæp­lega 130 kanna­bis­plönt­ur á ýms­um stig­um rækt­un­ar.

Við hús­leit tók lög­regl­an enn frem­ur í sína vörslu fjár­muni, sem grun­ur leik­ur á að séu til­komn­ir vegna fíkni­efna­sölu. Tveir hús­ráðend­ur voru hand­tekn­ir í þágu rann­sókn­ar­inn­ar og játaði ann­ar þeirra aðild að mál­inu, að því er seg­ir í til­kynn­ingu.

Lagt var hald á álíka marg­ar kanna­bis­plönt­ur í Hafnar­f­irði fyrr í mánuðinum.

Lög­regl­an minn­ir á upp­lýs­ingasím­ann 800-5005. Í hann má hringja nafn­laust til að koma á fram­færi upp­lýs­ing­um um fíkni­efna­mál, eða önn­ur brot sem fólk hef­ur vitn­eskju um. Ábend­ing­um um brot má jafn­framt koma á fram­færi í einka­skila­boðum á Face­book-síðu lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka