Lögreglumaður rotaðist í útkalli í heimahús

Lögreglumaður rotaðist í átökum við húsráðanda í útkalli í heimahúsi …
Lögreglumaður rotaðist í átökum við húsráðanda í útkalli í heimahúsi á Völlunum í Hafnarfirði í síðustu viku. mbl.is/Eggert

Lög­reglumaður rotaðist í átök­um í út­kalli í heima­hús á Völl­un­um í Hafnar­f­irði í síðustu viku. Tveir lög­reglu­menn sinntu út­kall­inu og voru báðir frels­is­svipt­ir í átök­un­um. Greint var frá mál­inu í kvöld­frétt­um Stöðvar tvö. 

Lög­reglu barst til­kynn­ing um hávaða í heima­húsi í hverf­inu aðfaranótt sunnu­dags. Báðir lög­reglu­menn­irn­ir þurftu aðhlynn­ingu á slysa­deild eft­ir út­kallið, en lög­reglu­mönn­un­um var meinað að yf­ir­gefa íbúðina af hópi fólks sem var í sam­kvæmi í íbúðinni. 

Lög­reglu­mönn­un­um tókst að lok­um að kom­ast úr íbúðinni og kalla eft­ir liðsauka. Tveir menn voru hand­tekn­ir í íbúðinni og er málið til rann­sókn­ar hjá héraðssak­sókn­ara. 

Haft er eft­ir Ar­in­birni Snorra­syni, for­manni Lög­reglu­fé­lags Reykja­vík­ur, að mikið hafi reynt á lög­regl­una í sam­komu­bann­inu sem sett var á vegna kór­ónu­veirunn­ar og að út­köll­um í heima­hús hafi fjölgað frá því bannið tók gildi um miðjan mars.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka