„Þetta er ógnvænlegt ástand“

Halla Tómasdóttir segir ástandið í Bandaríkjunum farið að bera keim …
Halla Tómasdóttir segir ástandið í Bandaríkjunum farið að bera keim af borgarastyrjaldarástandi. Hún er stödd í New York þar sem mótmæli hafa versnað dag frá degi og ofbeldið færist í aukana bæði af hendi lögreglu og mótmælenda. AFP

Halla Tóm­as­dótt­ir, for­stjóri B Team og fv. for­setafram­bjóðandi, er stödd í New York þar sem hún er bú­sett ásamt fjöl­skyldu sinni. Þar geng­ur yfir gríðarleg mót­mæla­alda sem hef­ur vaxið frá degi til dags og ekki sér fyr­ir end­ann á. 

„Þetta er ógn­væn­legt ástand,“ seg­ir Halla í sam­tali við mbl.is. „Maður stend­ur auðvitað með þeim sem hér hafa farið fram með friðsam­leg­um mót­mæl­um und­an­farið en nú finnst mér margt benda til þess að öfga­fólk frá báðum end­um hins póli­tíska lit­rófs brjót­ist fram á sviðið með upp­safnaða reiði. Niðurstaðan er umrót sem er í raun farið að bera keim af borg­ara­styrj­ald­ar­ástandi þó að maður vilji kannski ekki endi­lega taka svo djúpt í ár­inni.“

Halla Tómasdóttir er búsett í New York ásamt fjölskyldu sinni.
Halla Tóm­as­dótt­ir er bú­sett í New York ásamt fjöl­skyldu sinni. Skjá­skot/​In­sta­gram

Síðustu næt­ur hafa millj­ón­ir manna um öll Banda­rík­in þust út á stræti helstu borga Banda­ríkj­anna og mót­mælt lög­reglu­of­beldi. Kveikj­an að mót­mæl­un­um var and­lát Geor­ge Floyd eft­ir harka­lega meðferð lög­reglu á hon­um við hand­töku, en mót­mæl­in hafa undið upp á sig og leitt í ljós mikla und­ir­liggj­andi óánægju und­ir­settra hópa. Einkum eru það svart­ir Banda­ríkja­menn sem nú krefjast rétt­læt­is.

Í New York hef­ur ástandið verið sér­stak­lega slæmt, en um leið er borg­in ein þeirra sem verst hef­ur farið út úr kór­ónu­veirufar­aldr­in­um. Útgöngu­bann vegna far­sótt­ar­inn­ar er enn að hluta í gildi, á meðan sér­stakt út­göngu­bann vegna mót­mæl­anna hef­ur verið sett á víða í stór­borg­um Banda­ríkj­anna.

Á ekki von á að þetta klárist hratt

„Það sem maður hef­ur séð hér frá því á föstu­dags­kvöld er löngu komið út fyr­ir það sem maður bjóst við. Hér eru lög­regluþyrl­ur á sveimi eft­ir að inn­brot og skemmd­ar­verk fóru al­veg úr bönd­un­um í nótt, einkum í Soho. Á kvöld­in hef­ur verið kveikt í lög­reglu­bíl­um víða í borg­inni og í göt­unni okk­ar, þar sem er lög­reglu­stöð, var fyrst lokað fyr­ir bílaum­ferð á föstu­dag­inn en í gær fyr­ir gang­andi um­ferð í þokka­bót,“ seg­ir Halla.

Mót­mæl­in hafa færst í vöxt frá degi til dags og í gær­kvöld var ástandið slíkt að Halla beindi syni sín­um frá því að fara einn út með hund­inn, sem hann ger­ir þó öllu jöfnu. Óeirðirn­ar bland­ast und­an­tekn­ing­ar­ástandi sem skap­ast hafði vegna kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins og grímu­skylda er enn í gildi vegna smit­hættu. Á sama tíma er efna­hags­ástandið verra en þekkst hef­ur á síðari tím­um og tug­ir millj­óna hafa misst vinn­una.

„Það set­ur sann­ar­lega að manni ugg og það hrygg­ir mann að sjá þetta brjót­ast út í of­beldi úr öll­um átt­um bæði frá lög­reglu og mót­mæl­end­um. Það eru síðan marg­ir að taka þátt í þessu sem maður ætti ekki endi­lega von á að skær­ust í leik­inn og út frá þessu öllu get ég ekki sagt að ég eigi von á að þetta muni klár­ast hratt,“ seg­ir Halla. 

Mótmælendur á Union Square í gær.
Mót­mæl­end­ur á Uni­on Square í gær. AFP

Orð for­set­ans olía á eld­inn 

Halla seg­ir að á meðal þess sem veki hjá henni mest­ar áhyggj­ur sé að Banda­rík­in finni ekki í þjóðarfor­yst­unni leiðtoga sem geti nálg­ast svona mál af yf­ir­veg­un og þannig undið ofan af ástand­inu.

„Það hvernig for­set­inn hef­ur hrært smátt og smátt í reiðipott­in­um í land­inu taldi ég fyr­ir kór­ónu­veiruna og mót­mæl­in að gæti leitt til átaka. Nú er það að koma fram með ógn­væn­legri hætti en ég þorði að vona,“ seg­ir Halla.

„Það litla sem hef­ur heyrst frá hon­um um þetta hef­ur í raun bara orðið olía á eld­inn ef eitt­hvað er og svart­sýn­ustu spá­menn hér telja jafn­vel að hann muni nýta sér þess­ar óeirðir í póli­tísk­um til­gangi. Það er ekki ljóst hvaðan nauðsyn­leg for­ysta til að mæta þess­um aðstæðum kem­ur, því for­set­inn virðist ein­göngu hugsa um sjálf­an sig og mögu­legt end­ur­kjör í nóv­em­ber,“ seg­ir Halla.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert