Bandaríska sendiráðið þakkar lögreglunni

Sendiráð Bandaríkjanna í Reykjavík.
Sendiráð Bandaríkjanna í Reykjavík. mbl.is/Sverrir

„Andlát George Floyds var alvarlegur harmleikur. Við, eins og svo margir víða um heim, samhryggjumst fjölskyldu hans og samfélagi.“

Á þessum orðum hefst yfirlýsing sem sendiráð Bandaríkjanna á Íslandi gaf út nú í kvöld.

Bent er þar á að réttarkerfið vestanhafs sé að störfum við að leita ábyrgðar og réttlætis í kjölfar sorglegs dauðsfalls Floyds. Þegar hafi fjórir lögreglumenn verið ákærðir í málinu, sem sé til rannsóknar bæði innan ríkisins og hjá alríkislögreglu.

Fagni umræðu um hvernig megi bæta samfélögin

Bandaríkin og önnur frjáls samfélög styrkist þá þegar borgarar nýta málfrelsi sitt.

„Ríkisstjórnir sem taka mannréttindi alvarlega eru gegnsæjar og við fögnum umræðu um hvernig má bæta okkar samfélög.“

Yfirlýsingin endar á þakkarorðum til lögreglunnar, bæði í Bandaríkjunum og á Íslandi, „sem halda uppi og verja þessi grundvallarmannréttindi, á sama tíma og fengist er við það erfiða og stundum hættulega verkefni að halda samfélögum okkar öruggum.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert