Umdeild áform um byggð

Hópur íbúa í Skerjafirði kom saman til að fylgjast með …
Hópur íbúa í Skerjafirði kom saman til að fylgjast með streymi frá fundi borgarinnar. mbl.is/Árni Sæberg

Deiliskipulag nýrrar byggðar í Skerjafirði er umdeilt og borgaryfirvöld hafa verið gagnrýnd fyrir fyrirkomulag funda um málið, en í gær fór fram fjarfundur á vegum borgarinnar þar sem deiliskipulagið var til umræðu.

Síðdegis í gær kom hópur íbúa í Skerjafirði saman til að mótmæla þessu fyrirkomulagi og hlusta á fundinn í sameiningu. Í ályktun sem Prýðifélagið Skjöldur, íbúasamtök Skerjafjarðar sunnan flugvallar, hefur sent frá sér segir að íbúar hafi lengi kallað eftir samráði varðandi uppbyggingu nýja hverfisins en á öllum stigum hafi óskir og athugasemdir varðandi samráð verið hundsaðar „og í staðinn upplýsingariti með takmörkuðum upplýsingum potað inn um lúguna og streymisfundi komið á í stað þess að boða opinn fund þegar aðstæður leyfa“.

Fram kemur að á vörum íbúa brenni ýmsar spurningar. Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, var á fundinum og segir í Morgunblaðinu í dag að mikillar óánægju hafi gætt vegna þess hvernig boðað var til fundarins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka