Afbókanir þegar byrjaðar að streyma inn

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fimmtán þúsund króna gjaldið sem ferðamenn á leið til Íslands þurfa að greiða eft­ir 1. júlí er alltof hátt og virk­ar í raun eins og skatt­lagn­ing á ferðamenn. Af­bók­an­ir eru þegar byrjaðar að streyma inn vegna ákvörðunar stjórn­valda.

Þetta seg­ir Jó­hann­es Þór Skúla­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka ferðaþjón­ust­unn­ar, spurður út í til­kynn­ingu sem ný­lega barst frá heil­brigðisráðuneyt­inu um kostnað við skiman­ir í Flug­stöð Leifs Ei­ríks­son­ar.

Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Flug­stöð Leifs Ei­ríks­son­ar. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Jó­hann­es Þór seg­ir að í allri þeirri umræðu sem hef­ur verið í gangi und­an­far­in ár um skatt­lagn­ingu á ferðamenn þá hefði eng­um dottið í hug að leggja 15 þúsund króna inn­göngu­gjald í landið á ferðamenn. Slíkt sé í raun verið að gera núna.

„Þetta gjald er alltof hátt,“ seg­ir hann og bæt­ir við að um tíu mín­út­um eft­ir að til­kynn­ing­in barst hafi af­bók­an­ir byrjað að ber­ast hjá flug­fé­lög­um, ferðaskrif­stof­um og öðrum ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tækj­um vegna þess hversu hátt það er.

Jó­hann­es Þór nefn­ir að gjaldið nemi um 100 evr­um, sem sé um 75% af ódýr­asta flug­miðanum til Íslands frá Kaup­manna­höfn 1. júlí. „Þetta eru veru­leg­ir fjár­mun­ir í sam­hengi við það sem fólk er að greiða fyr­ir flug til Íslands.“ Hann bæt­ir við að fyr­ir for­eldra með tvö börn, annað fætt fyr­ir 2005, nemi gjaldið 300 evr­um eða um 45 þúsund krón­um, sem sé ansi mikið.

„Ég skora á stjórn­völd að end­ur­skoða þetta.“

Þýska­land og Ítal­ía eru á meðal þjóða sem hafa ákveðið að opna landið fyr­ir ferðamönn­um fyr­ir Evr­ópu­búa án tak­mark­ana. Jó­hann­es Þór seg­ir ákvörðun­ina hér á landi póli­tíska og ekki tengj­ast sótt­vörn­um. „Þetta er ákvörðun sem verður til þess að menn munu marg­ir hverj­ir, sem ætluðu að ferðast hingað í sum­ar, ekki líta á það sem kost leng­ur.“ Seg­ir hann að frek­ar ferðist fólk annað þar sem ekki þarf að greiða gjald sem þetta. 

Jó­hann­es Þór seg­ir það vel geta verið skyn­sam­legt að ferðamenn taki þátt í kostnaði við sýna­tök­ur en að gjaldið verði þá að vera mun lægra.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert