Norðurljósaferðir og 5 stórar hópferðir afbókaðar

Fólk hefur afbókað norðurljósaferðir hingað til lands.
Fólk hefur afbókað norðurljósaferðir hingað til lands. mbl.is/Golli

Fimm stór­ir hóp­ar af­bókuðu ferð hingað til lands fyrr í dag vegna ákvörðunar stjórn­valda um 15 þúsund króna gjald fyr­ir skimun við kom­una til lands­ins eft­ir 1. júlí.

Hver hóp­ur tel­ur um 30 til 50 manns, að sögn Jó­hann­es­ar Þórs Skúla­son­ar, fram­kvæmda­stjóra Sam­taka ferðaþjón­ust­unn­ar.

Einnig hafa ein­stak­ling­ar verið að af­bóka norður­ljósa­ferðir í haust vegna gjalds­ins, auk þess sem Icelanda­ir varð strax vart við af­bók­an­ir.

Jó­hann­es Þór tel­ur að verðmæti af­bók­ana hlaupi á millj­ón­um hjá þeim fyr­ir­tækj­um sem eru með hóp­ferðir hér á landi og kem­ur þessi ákvörðun því „af­skap­lega illa“ niður á þeim. Hann vill ekki nefna um hvaða fyr­ir­tæki er að ræða.

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Jó­hann­es Þór Skúla­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka ferðaþjón­ust­unn­ar. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Kostnaður­inn get­ur lent á ferðaskrif­stof­um

Jó­hann­es seg­ir að í ein­hverj­um til­fell­um þurfi ferðaskrif­stof­ur sjálf­ar að borga 15 þúsund krón­urn­ar þegar um pakka­ferðir er að ræða sem ferðamenn hafi þegar keypt því ekki gangi að leggja gjaldið eft­ir á yfir á kúnn­ann. Allt fer það eft­ir því hvernig fólki tekst að semja í hverju til­felli fyr­ir sig. Í sum­um til­fell­um óska er­lend­ar ferðaskrif­stof­ur eft­ir því að skipta kostnaðinum með ís­lensk­um ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tækj­um.

„Öskrað á upp­lýs­ing­ar“

Í sam­tali við mbl.is fyrr í dag sagði Jó­hann­es Þór að af­bók­an­ir hafi byrjað að ber­ast aðeins tíu mín­út­um eft­ir að til­kynn­ing­in um gjaldið barst frá stjórn­völd­um, sem er vita­skuld afar skamm­ur tími. „Menn verða að átta sig á hvað er búið að vera að ger­ast und­an­farn­ar þrjár vik­ur. Það eru all­ir bún­ir að bíða eft­ir ein­hverj­um upp­lýs­ing­um og það er fylgst gríðarlega vel með, ekki bara fólk er­lend­is held­ur ís­lensk fyr­ir­tæki. Um leið og það koma svona upp­lýs­ing­ar er reynt að koma þeim hratt til fólks,“ grein­ir hann frá.

„Fólk ger­ir sér kannski ekki grein fyr­ir því að það hef­ur eig­in­lega verið öskrað á upp­lýs­ing­ar síðustu vik­ur og þess vegna er fylgst gríðarlega vel með þessu,“ seg­ir hann og bæt­ir við að þrýst­ing­ur­inn hafi verið afar mik­ill frá fólki sem hef­ur velt fyr­ir sér hvort það ætti að af­bóka eða ekki.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert