Segja stöðuna ríkisstjórninni til skammar

Heilbrigðisstarfsfólk á Landspítala. Myndin er úr safni.
Heilbrigðisstarfsfólk á Landspítala. Myndin er úr safni. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Síðustu mánuðir hafa sýnt á óyggj­andi máta ótrú­lega þraut­seigju, fórn­fýsi og dug þeirra sem starfa í heil­brigðisþjón­ustu á Íslandi. Öllum ætti að verða orðið ljóst hversu ómiss­andi störf hjúkr­un­ar­fræðinga og ann­ars heil­brigðis­starfs­fólks eru fyr­ir sam­fé­lagið.“ 

Svona hefst frétta­til­kynn­ing Pírata vegna stöðu hjúkr­un­ar­fræðinga sem samþykktu í dag að hefja ótíma­bundið verk­fall 22. júní næst­kom­andi. 

„Það er til skamm­ar fyr­ir rík­is­stjórn­ina að hjúkr­un­ar­fræðing­ar hafi séð sig knúna til að boða til verk­falls. Vanþakk­læti fjár­málaráðherra og óbil­girni samn­inga­nefnd­ar rík­is­ins hafa reynd­ar verið fyr­ir hendi í lang­an tíma, en að sjá ekki dug sinn í því að semja nú til dags, í kjöl­far stærstu þolraun­ar ís­lensks heil­brigðis­kerf­is, er hrein­lega neyðarlegt fyr­ir rík­is­stjórn­ina“, seg­ir í til­kynn­ing­unni. 

Hjúkr­un­ar­fræðing­ar í lyk­il­stöðum

Pírat­ar segj­ast styðja hjúkr­un­ar­fræðinga og samn­inga­nefnd þeirra og hvetja til for­gangs­röðunar fjár­muna í þágu heil­brigðis­stofn­ana og heil­brigðis­starfs­fólks.

„Þannig tryggj­um við framúrsk­ar­andi heil­brigðisþjón­ustu fyr­ir þá sem á henni þurfa að halda. Hjúkr­un­ar­fræðing­ar gegna þar lyk­il­hlut­verki. Góð kjör og góð starfsaðstaða hjúkr­un­ar­fræðinga er grund­vallar­for­senda fyr­ir góðu heil­brigðis­kerfi. Hjúkr­un­ar­fræðing­ar eru grund­vallar­for­senda fyr­ir góðu heil­brigðis­kerfi.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert