„Náttúrulega svakaleg heimska“

„Maður vill ekki trúa því að neinn sé með svona skoðun eða setji eitthvað svona frá sér. Þetta er náttúrulega svakaleg heimska,“ segir Annie Mist Þórisdóttir, tvöfaldur heimsmeistari í crossfit, um ummæli Greg Glassman, stofnanda og forstjóra CrossFit, á Twitter sem crossfit-heimurinn nötrar undan.

Ummælin voru svar Glassmans á Twitter-þræði þar sem hann kallaði mótmælaölduna, sem gengið hefur yfir í Bandaríkjunum í kjölfar dauða George Floyds í höndum lögreglumanna, Floyd-19. Ummælin hafa fariið illa í keppendur um allan heim sem hafa sagst ætla að hætta að keppa á mótum sem Glassman kemur nálægt. Reebok sem hefur verið helsti stuðningsaðili CrossFit-fyrirtækisins hefur einnig dregið sig út úr samstarfinu.

Í myndskeiðinu er rætt við Annie Mist og Maríu Rún Þorsteinsdóttur, framkvæmdastjóra Crossfit Hengils, um ummælin og hvaða áhrif þau hafa haft en 14 líkamsræktarstöðvar eru reknar undir merkjum Crossfit hér á landi.


 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert