Tekur undir gagnrýni á Pétur Jóhann

Róbert Douglas.
Róbert Douglas. Ljósmynd/Halldór Kolbeins

Róbert Ingi Douglas, leikstjóri og upplýsingastjóri Pírata, hefur þakkað Semu Erlu Serdar fyrir að vekja athygli á „ógeðslegum rasisma“ í tengslum við gagnrýni hennar á grínistann Pétur Jóhann Sigfússon.

„Ef þú hugsar með þér „það má ekkert lengur“ eða „þetta er bara grín“ þá ertu hluti af vandamálinu og þarft að fara í góða innri sjálfsskoðun. Rasismi er aldrei í lagi, sama í hvaða formi hann birtist!“ skrifar Róbert á Facebook-síðu sína.

Sema Erla, sem er aðgerðasinni og formaður Solar­is, hjálp­ar­sam­taka fyr­ir hæl­is­leit­end­ur og flótta­fólk á Íslandi, birti færslu með myndbandi af Pétri Jó­hanni í af­mæli Eg­ils Ein­ars­son­ar um helg­ina þar sem hún sakaði hann um rasisma. Í mynd­band­inu virðist Pét­ur vera að skop­stæla asíska konu sem býðst til þess að „cle­an home“ eða „suck pen­is“. Um leið sviðset­ur hann það sem get­ur verið skilið sem munn­mök með handa­hreyf­ing­um.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert