Malarhrúgurnar minnka grasslátt

Búið er að sturta malarbingjum á grasblett við Eiðsgranda í …
Búið er að sturta malarbingjum á grasblett við Eiðsgranda í Reykjavík, mörgum íbúum þar til ama. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Grjóthrúgurnar sem búið er að sturta á grasblett við Eiðsgranda í Reykjavík hafa vakið talsverða athygli að undanförnu. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs, segir hrúgurnar lið í að minnka viðhaldsþörf og grasslátt á svæðinu, en um er að ræða eitt stærsta græna svæði Vesturbæjar.

Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, segir ljóst að framkvæmdin sé liður í að fækka grænum svæðum í Reykjavík.

„Hvar er græna Reykjavík sem þetta fólk þykist standa fyrir? Fyrir þeim er græna Reykjavík steypa, möl og grjót. Verður það sem sagt stefnan núna þegar borgin þarf að spara viðhald og slátt að sturta niður malarbingjum?“ segir Vigdís.

Nánar má lesa um þetta mál í vefútgáfu Morgunblaðsins:

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert