Malarhrúgurnar minnka grasslátt

Búið er að sturta malarbingjum á grasblett við Eiðsgranda í …
Búið er að sturta malarbingjum á grasblett við Eiðsgranda í Reykjavík, mörgum íbúum þar til ama. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Grjót­hrúg­urn­ar sem búið er að sturta á grasblett við Eiðsgranda í Reykja­vík hafa vakið tals­verða at­hygli að und­an­förnu. Sig­ur­borg Ósk Har­alds­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Pírata og formaður skipu­lags- og sam­gönguráðs, seg­ir hrúg­urn­ar lið í að minnka viðhaldsþörf og grasslátt á svæðinu, en um er að ræða eitt stærsta græna svæði Vest­ur­bæj­ar.

Vig­dís Hauks­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Miðflokks­ins, seg­ir ljóst að fram­kvæmd­in sé liður í að fækka græn­um svæðum í Reykja­vík.

„Hvar er græna Reykja­vík sem þetta fólk þyk­ist standa fyr­ir? Fyr­ir þeim er græna Reykja­vík steypa, möl og grjót. Verður það sem sagt stefn­an núna þegar borg­in þarf að spara viðhald og slátt að sturta niður mal­ar­bingj­um?“ seg­ir Vig­dís.

Nán­ar má lesa um þetta mál í vefút­gáfu Morg­un­blaðsins:

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert