Seltirningar í vörn í samgöngumálum

Hátt í sex vikur eru síðan borgarstjóra bárust mótmæli frá …
Hátt í sex vikur eru síðan borgarstjóra bárust mótmæli frá Seltjarnarnesi vegna þessarar stoppistöðvar við Geirsgötu. Ekkert svar hefur borist. Morgunblaðið/Árni Sæberg

„Við eigum ekki að þurfa að vera í stanslausri varnarbaráttu með samgöngur til og frá bænum,“ segir Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi.

Hún er ósátt við þær fyrirætlanir Reykjavíkurborgar að setja upp gangbrautarljós á sex stöðum á Eiðsgranda, sem er önnur helsta akbrautin á Nesið. Ekkert samráð hafi verið haft við Seltirninga, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Raunar sé málið stærra, þar sem m.a. sé verið að lækka leyfilegan hámarkshraða á stofnbrautum í Vesturbænum og grípa til ýmissa annarra ráðstafana sem til baga séu fyrir Seltjarnarnesið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert