Þórhildur segir af sér formennsku

Þórhildur Sunna á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í dag.
Þórhildur Sunna á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, sagði af sér formennsku í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis á þingfundi í dag. 

„Tilraunir okkar í minnihluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar til að sinna eftirlitshlutverki nefndarinnar hafa einungis orðið meirihlutanum tilefni til valdníðslu og linnulausra árása. Skýrasta dæmið um þetta er hvernig meirihlutinn stendur í vegi fyrir frumkvæðisathugun á hæfi sjávarútvegsráðherra, en forsætisráðherra kallar það góða niðustöðu,“ sagði Þórhildur á Alþingi í dag. 

„Með þessu er meirihlutinn að setja hættulegt fordæmi og veikja eftirlitshlutverk Alþingis með framkvæmdavaldinu.“

„Til að réttlæta þessa aðför sína kýs meirihluti nefndarinnar að draga persónu mína sífellt niður í svaðið og nota mig sem blóraböggul. Þessi aðferðafræði, að skjóta sendiboðann, er þaulreynd þöggunar- og kúgunartaktík.“

„Ég mótmæli þessari aðför, mér misbýður þetta leikrit og ég ætla ekki að taka þátt í því lengur. Formennsku minni í þessari nefnd er hér með lokið.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert