„Óþægilegt og óþolandi“ bakslag

Frá upplýsingafundi al­manna­varna­deildar rík­is­lög­reglu­stjóra í dag þar sem fjallað var …
Frá upplýsingafundi al­manna­varna­deildar rík­is­lög­reglu­stjóra í dag þar sem fjallað var um stöðu mála varðandi opn­un landa­mæra. Ljósmynd/Lögreglan

„Þetta er auðvitað ákveðið bak­slag síðustu daga að ein­hverju leyti  sem er óþægi­legt og óþolandi en við verðum að gíra okk­ur upp, halda áfram núna og vinna þetta sam­an,“ seg­ir Víðir Reyn­is­son, yf­ir­lög­regluþjónn hjá rík­is­lög­reglu­stjóra, um kór­ónu­veiru­smit­in sem greinst hafa síðustu daga. 

Tveir ferðamenn frá Rúm­en­íu greind­ust með veiruna um helg­ina og smitaðist einn lög­reglumaður sem átti í sam­skipt­um við þá. Þá greind­ust tveir við kom­una til lands­ins í gær og þarf ann­ar þeirra að fara í ein­angr­un en hinn er með mót­efn gegn veirunni. Alls eru sjö virk smit í sam­fé­lag­inu en eng­inn er inniliggj­andi á sjúkra­húsi. 

Erum að kom­ast út úr „COVID-logn­inu“

„Það virðist vera að við séum aðeins að kom­ast út úr logn­inu varðandi COVID sem við höf­um verið í und­an­farið. Enda höf­um við sagt það að við mun­um fá ein­staka smit og jafn­vel ein­staka hóp­sýk­ing­ar,“ sagði Þórólf­ur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir á upp­lýs­inga­fundi al­manna­varna í dag. 

Hann seg­ir skimun­ina á landa­mær­um sem hófst í gær koma til með að veita svör um hvernig best verður að stýra komu ferðamanna hingað til lands út frá sótt­varna­sjón­ar­miðum. „Og þannig má segja að þetta sé verk­efni sem er í sí­felldu end­ur­mati,“ sagði Þórólf­ur. 

Þá hvatti hann heilsu­gæsl­una til að taka sem flest sýni næstu daga og vik­ur til að fylgj­ast með þróun veirunn­ar í sam­fé­lag­inu. 

Aðgerðir byggj­ast áfram á trausti

Víðir sagði að áfram verði mik­il­vægt að byggja aðgerðir gegn út­breiðslu kór­ónu­veirunn­ar hér á landi á trausti. „Við get­um ekki farið í gegn­um þetta án þess að byggja á því og við verðum að hjálp­ast að með það.“  

Víðir benti á ein­föld sótt­varna­atriði sem skipt­ir miklu máli að halda í þessa dag­ana, þ.e. handþvott, hand­spritt, að þrífa sam­eig­in­lega snertifleti og ekki mæta í vinn­una ef fólk er veikt. 

„Ef við höld­um áfram á þeirri braut þá mun þetta ganga hjá okk­ur og verður áfram í okk­ar hönd­um,“ sagði Víðir.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert