Tvö smit greindust á Keflavíkurflugvelli

Skimun fyrir kórónuveirunni hófst á Keflavíkurflugvelli gær þar sem tæplega …
Skimun fyrir kórónuveirunni hófst á Keflavíkurflugvelli gær þar sem tæplega 900 sýni voru tekin frá farþegum sem komu hingað til lands. mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Tvö ný kórónuveirusmit komu upp hér á landi síðasta sólarhring samkvæmt nýbirtum tölum á covid.is. Bæði smitin greindust við skimun á Keflavíkurflugvelli sem hófst í gær. Staðfest smit eru 1.812 en 1.796 hafa náð bata. 

926 sýni voru tekin á Keflavíkurflugvelli í gær. Allir farþegar sem lentu í Leifsstöð kusu að fara í sýnatöku frekar en tveggja vikna sóttkví. 14 sýni voru tekin á veiru- og sýklafræðideild Landspítalans og 13 hjá Íslenskri erfðagreiningu. 953 sýni voru alls tekin í gær og er heildarfjöldi sýna orðinn 64.152. 

Sex eru í einangrun með virkt smit. Tveir þeirra eru Rúmenar sem lögreglan handtók um helgina í tengslum við brot á sóttvarnalögum og grun um þjófnað í verslunum á Selfossi og höfuðborgarsvæðinu.

603 eru í sóttkví en 21.895 hafa lokið sóttkví. 



Fréttin hefur verið uppfærð. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert