Jarðskjálfti, 2,9 að stærð, varð 5,4 kílómetra norðnorðaustur af Reykjanestá klukkan 02:14 í nótt. Ein tilkynning barst Veðurstofu Íslands um að fundist hefði fyrir honum við Bláa lónið.
Skjálftafræðingur á Veðurstofu Íslands segir í samtali við mbl.is að skjálftinn sé hluti af af skjálftahrinu á svæðinu í tengslum við landris á Reykjanesi vegna kvikuinnskota. Sú hrina hefur færst í aukana síðan í janúar og nær frá Reykjanestá austur að fjallinu Þorbirni við Grindavík.