Eitt smit greindist við landamæraskimun

961 farþega fór í sýnatöku á Keflavíkurflugvelli í gær og …
961 farþega fór í sýnatöku á Keflavíkurflugvelli í gær og hafa ekki verið fleiri frá því að skimun hófst á landamærunum 15. júní. Eitt sýni reyndist jákvætt. mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Af 961 sem skimaðir voru við landa­mæri Íslands í gær greind­ist einn með COVID-19. Enn er óvíst hvort smit­ið sé virkt og kem­ur það í ljós við mót­efna­mæl­ingu. Virk smit eru átta þessa stundina. 

Frá því að landa­mæra­skimun hófst 15. júní höfðu mest 851 verið skimaðir þar á ein­um degi og er gærdagurinn því sá stærsti hingað til. 961 sýni var tekið við landamæraskimun sem fyrr segir og 64 á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. 

Ein flugvél er komin til landsins það sem af er degi, frá Kaupmannahöfn, en alls er von á tíu flugvélum til landsins í dag og kvöld. 

Þeim sem eru í sóttkví fækkar heldu milli daga og eru nú 344 en voru 479 í gær. Alls hafa 22.089 lokið sóttkví frá því í mars. Alls hafa 1.823 smit greinst hér á landi frá því í lok febrúar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert