Skimað verður þótt komi til verkfalls

Hjúkrunarfræðingar sjá ekki um sýnatökurnar sjálfir, heldur gerir það sérhæft …
Hjúkrunarfræðingar sjá ekki um sýnatökurnar sjálfir, heldur gerir það sérhæft starfsfólk undir handleiðslu hjúkrunarfræðinga og lækna. Morgunblaðið/Íris

Skimun verður haldið gang­andi á Kefla­vík­ur­flug­velli þó að til verk­falls komi hjá hjúkr­un­ar­fræðing­um. Von er á tíu flug­vél­um til lands­ins á morg­un.

Hjúkr­un­ar­fræðing­ar eru um helm­ing­ur þess starfs­fólks sem komið hef­ur að skimun­um frá því far­ald­ur­inn hófst og eru um helm­ing­ur fag­fólks sem kem­ur að skimun á Kefla­vík­ur­flug­velli. Hjúkr­un­ar­fræðing­ar sjá þó ekki um sýna­tök­urn­ar sjálf­ar, held­ur ger­ir það sér­hæft starfs­fólk und­ir hand­leiðslu hjúkr­un­ar­fræðinga og lækna.

Þetta seg­ir Jór­laug Heim­is­dótt­ir, full­trúi Heilsu­gæslu höfuðborg­ar­svæðis­ins í skimun­ar­verk­efn­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli, í sam­tali við mbl.is. Nái hjúkr­un­ar­fræðing­ar og ríkið ekki sam­an á fundi sín­um hjá rík­is­sátta­semj­ara í dag skell­ur verk­fall á klukk­an 8 í fyrra­málið.

Sam­sett­ur hóp­ur

557 farþegar voru komn­ir með fimm vél­um þegar mbl.is heyrði í Jór­laugu á sjö­unda tím­an­um í kvöld og von var á um 400 til viðbót­ar í kvöld. Jór­laug seg­ir skimun­ina í dag hafa gengið vel. „Það mun klár­lega hafa ein­hver áhrif ef hjúkr­un­ar­fræðing­ar detta út,“ seg­ir Jór­laug.

Und­ir þetta tek­ur, Ragn­heiður Ósk Er­lends­dótt­ir, for­stjóri hjúkr­un­ar hjá Heilsu­gæslu höfuðborg­ar­svæðis­ins. „Verk­efnið er þannig upp byggt að það koma að þessu bæði stofn­an­ir, Heilsu­gæsla höfuðborg­ar­svæðis­ins og Heil­brigðis­stofn­un Suður­nesja, en svo eru líka hjúkr­un­ar­fræðing­ar frá einka­rekn­um fyr­ir­tækj­um sem fara þá ekki í verk­föll og við erum með lækna sem fara ekki í verk­fall.“

„Þetta er sam­sett­ur hóp­ur, en að sjálf­sögðu mun verk­fallið samt hafa áhrif. Það mun ör­ugg­lega ekki hægja á, en við get­um haldið sýna­tök­unni op­inni, gang­andi.“

Ragn­heiður seg­ir áhrif­in veru­leg á alla heilsu­gæsl­una og ekki bara skimun­ina. „Það er svo fjöl­breytt starf­semi inn­an heilsu­gæsl­unn­ar sem hjúkr­un­ar­fræðing­ar koma að.“

Unnið er að und­anþágu­beiðnum vegna starf­semi heilsu­gæsl­unn­ar þar sem leit­ast er við að tryggja neyðarþjón­ustu, auk viðkvæmr­ar þjón­ustu eins og heilsu­gæslu í fang­els­um og geðheilsu­teymi. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert