Dúxaði með hæstu meðaleinkunn í sögu MA

Birta Rún Randversdóttir útskrifaðist úr MA með meðaleinkunnina 9,93.
Birta Rún Randversdóttir útskrifaðist úr MA með meðaleinkunnina 9,93. Ljósmynd/Aðsend

Birta Rún Randversdóttir útskrifaðist úr Menntaskólanum á Akureyri með hæstu meðaleinkunn sem veitt hefur verið á stúdentsprófi við skólann, einkunnina 9,93. Hún fékk hreinar tíur eftir annað og þriðja ár, og bjóst ekki við slíkum árangri. 

„Ég hélt ég væri bara að fara að ná þessu og kannski aðeins meira en það en ég bjóst ekki við þessu.“

Birta er fædd árið 2002 og gekk í Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðarsveit og fór síðan í MA. Gott skipulag og athygli í tímum var lykillinn að hennar árangri. 

„Ég svo sem var bara mjög skipulögð allar mínar annir og reyndi að fylgjast vel með í öllum tímum og hafði mjög gott skipulag á því hvenær ég ætlaði að gera mína hluti. 

Þetta var aldrei þannig séð markmiðið en það er bara gaman af þessu,“ segir Birta.

Birta hefur mest gaman af líffræði, stærðfræði og efnafræði, en er óviss um hvort hún hyggi strax á háskólanám í haust.

„Ég ætla að sjá til, kannski tekur maður ársfrí,“ sagði hún. 

Bekkurinn hennar Birtu, 3.VX, útskrifaðist 17. júní í blíðskaparveðri.
Bekkurinn hennar Birtu, 3.VX, útskrifaðist 17. júní í blíðskaparveðri. Ljósmynd/Aðsend
Birta ásamt foreldrum sínum á útskriftardaginn.
Birta ásamt foreldrum sínum á útskriftardaginn. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert