„Við gerðum aldrei mistök“

Myndin þar sem lýst var eftir Pioaru var ítrekað notuð …
Myndin þar sem lýst var eftir Pioaru var ítrekað notuð í fjölmiðlum í Rúmeníu þar sem hann var bendlaður við glæpagengi. Samsett mynd

Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu lýsti ekki eft­ir Pi­o­aru Al­ex­andru lonut í tengsl­um við þjófnað eða skipu­lagða brot­a­starf­semi. 

Þetta seg­ir Ásgeir Þór Ásgeirs­son yf­ir­lög­regluþjónn en rann­sókn á alls ell­efu Rúm­en­um sem grunaðir voru um að hafa brotið sótt­varna­lög er lokið.

Þeirra á meðal var Pi­o­aru, sem í viðtali við Morg­un­blaðið í dag sagðist hafa verið rang­lega bendlaður við þjófa­gengi í rúm­ensk­um fjöl­miðlum. 

Mis­skiln­ing­inn má rekja til þess þegar yf­ir­völd hér­lend­is birtu mynd af hon­um til þess að ná tali af hon­um. Þrír Rúm­en­anna voru hand­tekn­ir fljót­lega eft­ir kom­una til lands­ins fyr­ir búðar­hnupl en Pi­o­aru þekkti ekki til mann­anna fyr­ir komu sína til Íslands. 

„Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu lýsti aldrei eft­ir þess­um ell­efu mönn­um í tengsl­um við neitt annað en brot á sótt­kví. Þeir voru aldrei tengd­ir við þjófnað. Við rann­sökuðum þá aldrei með neitt annað und­ir nema brot á sótt­kví og við rann­sökuðum þenn­an mann aldrei fyr­ir annað en það,“ seg­ir Ásgeir um mál Pi­o­aru. 

Sjö vísað úr landi

„Við gerðum aldrei mis­tök. Við tengd­um þá ekki við neitt annað þó að ein­hverj­ir aðrir hafi kannski gert það.“

Fram kom í frétt mbl.is í síðustu viku að verið væri að rann­saka hvort um­rædd­ir ein­stak­ling­ar hafi fylgt regl­um um sótt­kví en einnig hvort að hóp­ur­inn hafi verið að „gera eitt­hvað annað sem þau hafi ekki átt að vera að gera“.

Ásgeir seg­ir að all­ir ell­efu, þeirra á meðal Pi­o­aru, hafi verið sektaðir fyr­ir brot á sótt­varna­lög­um. 

„Lok­aniðurstaða máls­ins er sú að þeir ell­efu sem við rann­sökuðum voru all­ir með tölu sektaðir fyr­ir brot á sótt­kví. Sjö af þeim var birt­ur úr­sk­urður um frá­vís­un frá landa­mær­um, en ég hef ekki trú á því að þessi maður sé einn af þeim sjö,“ seg­ir Ásgeir.  

„Aldrei vor­um við að rann­saka þjófnaðar­brot eða skipu­lagða brot­a­starf­semi og við lýst­um aldrei eft­ir þeim í tengsl­um við það.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert