93% segjast ætla að kjósa Guðna

Samkvæmt frétt RÚV hefur Guðni aukið fylgi sitt um þrjú …
Samkvæmt frétt RÚV hefur Guðni aukið fylgi sitt um þrjú prósent frá síðustu könnun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

93,5% segjast ætla að kjósa Guðna Th. Jóhannesson í forsetakosningunum næstkomandi laugardag, en 6,5% Guðmund Franklín Jónsson, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Gallup.

Samkvæmt frétt RÚV hefur Guðni aukið fylgi sitt um þrjú prósent frá síðustu könnun sem gerð var um síðustu mánaðamót.

Fleiri konur en karlar myndu kjósa Guðna ef gengið yrði til kosninga nú. Nær 98 prósent kvenna myndu kjósa Guðna, en 89 prósent karla. 53 prósent svarenda sem styðja Miðflokkinn sögðust ætla að kjósa Guðmund Franklín, en mikill meirihluti þeirra sem kjósa aðra flokka segjast ætla að kjósa Guðna.

Könnunin fór fram á netinu dagana 11. til 18. júní. Úrtaksstærðin var 1.589 manns og þátttökuhlutfallið var tæp 52 prósent.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert