Höfðar mál til að ógilda úrskurðinn

Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra.
Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Lilja Al­freðsdótt­ir mennta­málaráðherra hyggst höfða mál á hend­ur Haf­dísi Helgu Ólafs­dótt­ur, skrif­stofu­stjóra í for­sæt­is­ráðuneyt­inu, til þess að ógilda úr­sk­urð kær­u­nefnd­ar jafn­rétt­is­mála, en hún komst að þeirri niður­stöðu í maí síðastliðnum að Lilja hefði brotið jafn­rétt­is­lög með því að ganga fram­hjá Haf­dísi Helgu við ráðningu á ráðuneyt­is­stjóra í mennta­málaráðuneyt­inu. Þetta kom fram í kvöld­frétt­um RÚV.

Í frétt­um RÚV kom fram að í lög­um um kær­u­nefnd jafn­rétt­is­mála segi að úr­sk­urðir henn­ar séu bind­andi gagn­vart málsaðilum, en þeim sé heim­ilt að bera úr­sk­urði henn­ar und­ir dóm­stóla. Það þýðir hins veg­ar að ráðherra þarf að höfða mál gegn Haf­dísi sjálfri til þess að hægt sé að ógilda úr­sk­urðinn. 

Áslaug Árna­dótt­ir, lögmaður Haf­dís­ar Helgu, sagði að ákvörðunin kæmi sér á óvart, en ekki væri vitað til þess að mál hafi verið höfðað per­sónu­lega á hend­ur aðila áður til að ógilda úr­sk­urð kær­u­nefnd­ar­inn­ar. Ráðuneytið sagði hins veg­ar að lög­fræðiálit hefðu bent á laga­lega ann­marka við úr­sk­urðinn og að brýnt væri að laga­legri óvissu við málið yrði eytt. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert