Óráðlegt að ferðast erlendis

Víðir og Þórólfur á upplýsingafundi almannavarna á mánudag.
Víðir og Þórólfur á upplýsingafundi almannavarna á mánudag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Gera þarf greinarmun á ráðleggingum sóttvarnalæknis og stjórnvalda um ferðalög. Ráðleggingar sóttvarnalæknis snúa að því hvort talin sé hætta á smiti við ferðalög en ráðleggingar stjórnvalda snúa að hættu í öðrum löndum. 

Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag. Þórólfur segir að tryggast sé fyrir landsmenn að ferðast innanlands og telur það ekki ráðlagt að ferðast mikið erlendis.

„Ég hef ekki breytt þeirri skoðun minni að ég tel óráðlegt að vera að ferðast erlendis og ég held að einu löndin sem séu í raun og veru örugg núna séu Grænland og Færeyjar og tel áfram öruggasta ferðamátann vera hér á Íslandi,“ sagði Þórólfur. 

Stjórnvöld benda íslenskum ferðamönnum á að athuga hvort aðgerðir stjórnvalda í öðrum löndum séu hamlandi fyrir ferðalög. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert