Gæti stefnt í hörð átök hjá Norðuráli

Norðurál á Grundartanga.
Norðurál á Grundartanga. mbl.is/Sigurður Bogi

„Næsti formlegi samningafundur hjá ríkissáttasemjara er á næsta mánudag og er morgunljóst að á þeim fundi mun endanlega koma í ljós hvort deiluaðilar eru að fara að ná saman eða hvort það stefni í nokkuð hörð átök á vinnustaðnum.“

Þetta segir á vefsíðu Verkalýðsfélags Akraness um stöðu kjaradeilu félagsins og Norðuráls á Grundartanga. Sáttafundur sem haldinn var í vikunni skilaði litlum árangri.

Félagið heldur því fram að Norðurál og Samtök atvinnulífsins leggi ofuráherslu á að samið verði með sama hætti og í síðasta samningi þar sem launabreytingar tóku mið af 95% af því sem launavísitala Hagstofunnar hækkaði um árlega. Þessu hafnar verkalýðsfélagið enda hafi vísitalan hækkað minna en launataxtar á vinnumarkaðinum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert