Ungt fólk er 40,4% allra atvinnulausra

Sumarstörf. 23,3% atvinnuleysi var meðal fólks á aldrinum 16-24 í …
Sumarstörf. 23,3% atvinnuleysi var meðal fólks á aldrinum 16-24 í maí. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Af öllum sem voru atvinnulausir í seinasta mánuði var ungt fólk 16 til 24 ára alls 40,4% atvinnulausra og var atvinnuleysi á meðal þess 23,3%.

Þetta kemur fram í niðurstöðum vinnumarkaðskönnunar Hagstofu Íslands sem birtar voru í gær en atvinnuleysi á landinu öllu mældist 9,9%. Atvinnuleysið er sérstaklega mikið á vormánuðum meðal ungs fólks sem er í atvinnuleit eftir að skólum lýkur.

Fram kom á yfirliti Vinnumálastofnunar fyrr í þessum mánuði yfir skráð atvinnuleysi í maímánuði að samtals voru 2.142 hefðbundnir atvinnuleitendur á aldrinum 18-24 ára án atvinnu í lok maí, sem samsvarar um 7,0% skráðu atvinnuleysi. Hafði þá atvinnulausum ungmennum fjölgað um 1.356 frá maí í fyrra þegar fjöldi atvinnulausra á þessu aldursbili var 786, segir í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert