Heyra mátti saumnál detta þrátt fyrir að fjöldi fólks væri saman kominn framan við húsið við Bræðraborgastíg þar sem þrír létust í eldsvoða síðastliðinn fimmtudag.
Í kjölfar samstöðufundar á Austurvelli, þar sem athygli var vakin á bágri aðstöðu erlends verkafólks á Íslandi, leiddi lögregla göngu að húsinu og bauðst fólki að votta þeim látnu og aðstandendum þeirra virðingu sína með því að leggja blóm við húsið.
Samkvæmt ljósmyndara mbl.is sem var á staðnum liggur brunalyktin enn í loftinu og var sorgin og samúðin nánast áþreifanleg í samstöðunni.
Fjöldi fólks gekk fylktu liði frá Austurvelli að Bræðraborgarstíg.
mbl.is/Íris Jóhannsdóttir
Lögreglan leiddi gönguna.
mbl.is/Íris Jóhannsdóttir
Öryggisvörður liðsinnti fólki sem leggja vildi blóm framan við húsið, enda vettvangur lokaður.
mbl.is/Íris Jóhannsdóttir
mbl.is/Íris Jóhannsdóttir
Borgarstjóri vottaði virðingu sína.
mbl.is/Íris Jóhannsdóttir
mbl.is/Íris Jóhannsdóttir
Sorgin og samstaðan var áþreifanleg.
mbl.is/Íris Jóhannsdóttir
Samstaða eftir brunann við Bræðraborgarstíg.
mbl.is/Íris Jóhannsdóttir
Slökkviliðinu þakkað fyrir starf sitt.
mbl.is/Íris Jóhannsdóttir