Biskupsbeygjan senn úr sögunni

Umferð í báðar áttir í Biskupsbeygjunni sem er sunnanvert á …
Umferð í báðar áttir í Biskupsbeygjunni sem er sunnanvert á Holtavörðuheiðinni. Úrbætur á þessum stað hefjast nú síðla sumars. mbl.is/Sigurður Bogi

Vegagerðin áformar að bjóða út í vikunni framkvæmdir við breytingar á veginum syðst á Holtavörðuheiði.

Eins og nú háttar til í Borgarfirði er innst í Norðurárdal ekið yfir brú á Norðurá og svo beygt til norðvesturs. Þar er svo tekinn nokkuð krappur sveigur, svonefnd Biskupsbeygja. Þá er farið í klifið upp á hábungu heiðarinnar þar sem heitir Bláhæð. Þaðan í frá hallar norður af.

Nú stendur hins vegar til að taka þennan sveig af og fara nánast beint frá brúnni upp á háheiðina með nýjum vegi sem verður um 1,8 kílómetrar.

Verkefni þetta er flýtiframkvæmd, sem svo er kölluð. Upphaflega átti að fara í þetta verkefni á næsta ári, en vegna stöðu efnahagsmála efndi ríkisstjórnin til fjárfestingaátaksins 2020 og í þeim pakka eru alls 18 milljarðar króna. Þar af eru 6,5 milljarðar króna eyrnamerktir vegamálum og verða þeir fjármunir nýttir til ýmissa verkefna sem talin eru brýn. Úrbæturnar á Holtavörðuheiðinni eru þar með taldar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert