Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, fékk neikvæðar niðurstöður þegar hún fór í skimun hjá Íslenskri erfðagreiningu, vegna kórónuveirusmits í nærumhverfi hennar. Hún verður í sóttkví næstu tvær vikur.
Þetta kemur fram í færslu sem Lilja birti í kvöld á Facebook.
Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, segist í samtali við mbl.is ekki vita til þess að fleiri ráðherrar séu í sóttkví.
Kæru vinir. Vegna COVID-19 smits í nærumhverfi mínu ákvað ég að fara í skimun hjá Íslenskri erfðagreiningu. Ég...
Posted by Lilja Alfreðsdóttir / Mennta- og menningarmálaráðherra. on Monday, June 29, 2020