„Annað eins hefur ekki sést“

Stafrænu ökuskírteinin voru kynnt í dag.
Stafrænu ökuskírteinin voru kynnt í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Heimasíðan Ísland.is lá niðri um stund eftir að starfræn ökuskírteini voru gerð aðgengileg. 

Vigdís Jóhannsdóttir, markaðsstjóri Stafræns Íslands, segir að unnið hafi verið hörðum höndum að því að koma síðunni í lag og á nú að vera hægt að nálgast ökuskírteinin að nýju. 

„Ásóknin var bara svo mikil að vefurinn í fyrsta lagi fór bara á hliðina þó svo að við höfum verið búin undir mikla ásókn, svo við ræstum út plan B og þá fór innskráningarkerfið. Það hefur bara aldrei sést önnur eins ásókn í neitt sem við höfum sent út. Við vorum búin að búa kerfið undir meiri ásókn en það varð bara margfalt meira en við bjuggumst við. Það voru þúsundir á sekúndu síðast þegar ég gáði og það var enn að hækka. Annað eins hefur bara ekki sést,“ segir Vigdís. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert