Heimasíðan Ísland.is lá niðri um stund eftir að starfræn ökuskírteini voru gerð aðgengileg.
Vigdís Jóhannsdóttir, markaðsstjóri Stafræns Íslands, segir að unnið hafi verið hörðum höndum að því að koma síðunni í lag og á nú að vera hægt að nálgast ökuskírteinin að nýju.
„Ásóknin var bara svo mikil að vefurinn í fyrsta lagi fór bara á hliðina þó svo að við höfum verið búin undir mikla ásókn, svo við ræstum út plan B og þá fór innskráningarkerfið. Það hefur bara aldrei sést önnur eins ásókn í neitt sem við höfum sent út. Við vorum búin að búa kerfið undir meiri ásókn en það varð bara margfalt meira en við bjuggumst við. Það voru þúsundir á sekúndu síðast þegar ég gáði og það var enn að hækka. Annað eins hefur bara ekki sést,“ segir Vigdís.
Nú er hægt að sækja sér stafrænt ökuskírteini á https://t.co/4sMWR98Ero 👏🏼 pic.twitter.com/zuppCzEUYX
— Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (@aslaugarna) July 1, 2020