Krefjast umfangsmikilla aðgerða strax

Í ályktun Ungra jafnaðarmanna vegna brunans á Bræðraborgarstíg og stöðu …
Í ályktun Ungra jafnaðarmanna vegna brunans á Bræðraborgarstíg og stöðu erlends launafólks á Íslandi segir að nauðsynlegt sé að farið verði í ítarlega rannsókn á tildrögum brunans og að þau sem beri ábyrgð verði sótt til saka. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ung­ir jafnaðar­menn telja að enn skorti aðgerðir og vilja stjórn­valda gegn kenni­töluflakki og fé­lags­leg­um und­ir­boðum, líkt og kveðið var á um í lífs­kjara­samn­ingi, og krefjast um­fangs­mik­illa aðgerða strax.

Í álykt­un Ungra jafnaðarmanna vegna brun­ans á Bræðra­borg­ar­stíg og stöðu er­lends launa­fólks á Íslandi seg­ir að nauðsyn­legt sé að farið verði í ít­ar­lega rann­sókn á til­drög­um brun­ans og að þau sem beri ábyrgð verði sótt til saka. Ólíðandi sé að við búum í sam­fé­lagi þar sem manns­líf þurfi að glat­ast til þess að kveikja umræðu um kerf­is­bundið mis­rétti, ekki ólíkt því sem gerðist í Banda­ríkj­un­um í kjöl­far dauða Geor­ge Floyds.

„Það er þó öll­um ljóst að þetta var ein­ung­is drop­inn sem fyllti mæl­inn og er kerf­is­bund­inn ras­ismi dag­legt brauð þar í landi. Ung­ir jafnaðar­menn vona að nú taki Íslend­ing­ar sama skref, átti sig á stöðunni á Íslandi og leyfi mis­rétt­inu ekki að þríf­ast leng­ur í þögn­inni.“

Á Íslandi hafi út­lend­inga­hat­ur fengið að festa ræt­ur og lifi góðu lífi. Það birt­ist með ýms­um hætti en byggi allt á van­v­irðingu gagn­vart fólki af er­lend­um upp­runa, og birt­ing­ar­mynd­ir þess á vinnu­markaði séu helst vinnum­an­sal og fé­lags­legt und­ir­boð.

Ung­ir jafnaðar­menn taki nú sem áður und­ir kröf­ur verka­lýðshreyf­ing­ar­inn­ar um að staða er­lends verka­fólks verði bætt, eft­ir­lit aukið á vinnustað og íbúðar­hús­næði og að hægt verði að refsa þeim at­vinnu­rek­end­um sem brjóti á starfs­fólki.

„Ung­ir jafnaðar­menn fara enn frem­ur fram á að lög­regl­an hætti „racial prof­il­ing“, þ.e. að yf­ir­völd láti af því að elt­ast við fólk af sér­stöku þjóðerni, ein­fald­lega vegna þjóðern­is ein­stak­ling­anna. Þá er ljóst að auðvelda þarf aðgengi inn­flytj­enda að kerf­inu, veita fólki aðstoð þegar það þarf að leita rétt­ar síns og sýna þeim að sam­fé­lagið tek­ur þeim opn­um örm­um. Fólk af er­lend­um upp­runa sem oft er í viðkvæmri stöðu á að geta treyst á lög­reglu og aðrar stofn­an­ir.“

Að lok­um vilja Ung­ir jafnaðar­menn vekja at­hygli á eft­ir­far­andi þætti úr meg­in­inn­taki Lífs­kjara­samn­ing­anna: Samn­ingsaðilar vilja treysta í sessi heil­brigðan vinnu­markað þar sem brot á launa­fólki líðast ekki með því að lög­fest­ar verði aðgerðir gegn kenni­töluflakki og fé­lags­leg­um und­ir­boðum sem jafn­framt tryggi jafna sam­keppn­is­stöðu fyr­ir­tækja.

„Ung­ir jafnaðar­menn telja að enn skorti veru­leg­ar aðgerðir og vilja frá stjórn­völd­um til þess að mæta þess­um atriðum. Ljóst er að ekki er hægt að bíða til loks samn­ings­tím­ans til þess að bæta stöðu er­lends launa­fólks. Ung­ir jafnaðar­menn krefjast um­fangs­mik­illa aðgerða strax.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert